1.2.2016 | 20:40
Siðfræði Sigmunds
Sigmundur hlakkar til að fá að hitta Angelu Merkel kanslara Þýskalands og þakkar Dag fyrir að vekja athygli á Íslandi. Merkel hefur fengið mikið hrós fyrir mannúð og hugrekki. Þar á ofan þarfnast Þýskaland nýrra borgara sem yngja upp þjóðina. Sigmundur hefur sagt að hann vilji búa sig undir leiðtogafund með því að kynna sér málefni Palestínumanna. Hvað hann á við kemur síðar í ljós.
Í Balkanlöndunum hefur fólki fækkað um margar milljónir á síðustu tuttugu árum. Þessi lönd höfðu lengi búið við stjórn kommúnista og hafa ekki náð sér eftir það helsi. Íbúarnir hafa lítið þrek til að taka á móti flóttafólki. Öðru máli gegnir um Ísland.
Hér er vöntun á fólki í öll störf. Hér fækkar íslensku fólki í eigin landi og menntamenn leita út. Við tökum aðeins á móti 19% hælisleitenda þegar nágranar okkar taka við meir en 40% þeirra sem sækja um hæli.
Gunnar Smári sagði: "Því miður munu flóttamenn auðga önnur samfélög en okkar, styrkja þau og efla. "Heilmikið er til í þessu. Gaman verður að sjá hver stefna forsætisráðherra verður í málum flóttafólks á næstu misserum. Ætlar hann að temja sér siðfræði Angelu eða á að senda aukið fjármagn til að styrkja flóttamenn í eigin löndum?
Sigmundur umkringdur hríðskotabyssum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.