Hátíðleg mynd í íslensku fánalitunum.

Byrjar allt á Fésbókinni eða er það endir allra umræðu. Mun það verða netið eða fésbækur sem gera baggamuninn um val á frambjóðendum? Hvar eru þeir frambjóðendur sem tengjast stjórnmálunum? Er þörf fyrir frambjóðenda sem getur aukið völd forseta með inngripi? Getur málefnalegur forseti aukið gæði lagasetningar með því að vera á vaktinni, veita Alþingi aðhald.

Senda oftar lagafumvörp í þjóðaratkvæðagreiðslu, eins t.d. búvörusamninginn nýja? Eitt er víst að auknar kröfur til Alþingis nást frekar með forseta sem þekkir stjórnskipunina út í æsar. Ef Alþingi breytir ekki sínum vinnubrögðum er ljóst að forsetinn getur aukið gæði þess, ef hann er stjórnvitur og áræðinn líkt og margir hafa vakið athygli á.

Á stundum er talað um að fjórða valdið séu fjölmiðlar eða internetið. Þeir frambjóðendur sem eru þekktastir og þóknanlegir pressunni hafa jafnan komist lengst í kosningaslag. Nú kann að vera framundan nýir tímar þar sem skoðanamyndun er með öðrum hætti. Þáttaskilin í Icesave kunna líka að breyta vali.

Spurningarnar eru margar en mótandi skoðanakannanir eiga eftir að vísa veginn? Sólskinsmyndin með fréttinni er táknræn, á vel við umræðuna eins og hún birtist. 

 


mbl.is Hvað þarf til að bjóða sig fram?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband