15.12.2015 | 17:27
Björk, sveitalubbar og þingkonur lífga umræðuna
Glettnin skín út úr hinni ágætu mynd af Birgittu í Morgunblaðinu, sem sýnir skipstjóra Pírata í ræðustól. Fátt er eins dapurlegt eins og að horfa á þungbúnar þingkonur í leiðinlegum umræðum sem engu skila. Orð eins og sveitalubbi er skemmtileg tilbreyting. Þegar þau hitta í mark er vel skorað.
Áður voru það aðeins smalastrákar og lubbar sem sáu fegurð og töfra hálendisins. Hver getur láð þeim að reyna að koma nokkrum fossum í verð sem fáir sáu eða reyndu að nálgast. Nú er öldin önnur og allt verðmat breytt. Atvinnunefndaþingmenn verða að finna sér annað gagnlegra þegar fagurkerar og listamenn kyrja sinn söng.
Vígdís Hauksdóttir er sú þingkona sem er með flesta broskalla á lofti. Hefur augljóslega gaman af að stjórna fjárlagagerðinni. Brosir sínu breiðasta þegar skotin dynja á henni. Alltaf á hún nokkur vel valin orð í pokahorninu til þeirra sem heimta meira.
Já ég borga skatta á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Athugasemdir
Jæja.
Hvað heitir nýjasta bók Vigdísar Grímsdóttur?
Er hún ekki alsæll sveitalubbi á ströndunum mögnuðu, og kann að meta það sem ekki er bara 101-sölutorg svartamarkaðs-brasksins dópandi?
Sveitó er oft töff. Borgó er oft lásý.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.12.2015 kl. 02:48
Anna
Það er nokkrar stjörnur með Vígdísarnafninu. Hver annarri klárari. Jólagjafahátíð þingmanna í beinni útsendingu eða skáldskapur Vígdísar Grímsdóttur er af ólíkum toga. Skáldkonan gefur af visku og eigin sköpunar gnótt en þingmenn af skattfé.
Sigurður Antonsson, 18.12.2015 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.