21.11.2015 | 13:16
Rússar styðja harðstjóra
Ómarkviss stefna stórveldanna í málefnum Arabaríkja hefur aukið ófriðinn. Handahófskenndar sprengjuárásir í Sýrlandi valda almenning mestum skaða og skilur landið eftir í rúst, íbúa í örvæntingu. Hefnigirni ræður frekar en að linna þjáningar, samanber fréttamynd.
Rússar styðja stjórn Assads, en Vesturlöndin töldu að hann yrði að fara frá til að friður kæmist á. Þegar Rússar senda flugskeyti frá skipum á Kaspíahafi fara þær yfir Íran og Írak. Allt að 1100 km leið. Allt virðist leyfilegt í hernaði.
Samvinna Pútíns, Frakka, Assad og Írans í hernaði gegn ISIS er ólíkleg til að skila árangri. Sagan sýnir að neðanjarðasamtök með síbreytilega staðsetningu er erfitt að sigra. Hryðjuverkamennirnir í París hafa ekki verið skilgreindir sem sýrlenskir flóttamenn.
Merkja sprengjur Fyrir París | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
Íþróttir
- Líður best undir teppi í frostinu á Íslandi
- Guardiola: Gat ekki farið núna
- Ég þoli það ekki!
- Fer alltaf í klippingu hjá Stjörnumanni
- Ég hef engar áhyggjur af þessu
- Fram nálgast toppbaráttuna
- Guardiola samdi til 2027
- Þörf á innisundlaugum á Akranesi og Akureyri
- Viggó óstöðvandi í naumum sigri
- Gerðu landsliðsmarkverðinum skráveifu
Athugasemdir
Sæll Sigurður
Vesturlönd horfðu þegjandi og hljóðalaust á ISIS beita óbreyttum borgurum ofbeldi, slíku sem við höfum ekki átt að venjast í okkar tíð. Evrópa af meðvirkni við Obama gerði akkúrat ekki neitt til að styggja ekki "vininn" í vestri. Þegar ISIS-menn afhöfðuðu óbreytta borgara jafnt börn sem fullorðna, seldu konur og stúlkubörn í kynlífsþrælkun, létu vesturlönd sér fátt um finnast.
Við tiltölulega litla mótstöðu hefur ISIS eflst svo að þeim finnst þeim allir vegir færir og því hafa þeir nú hafist handa við það sem þeir hafa hótað vesturlöndum með. Við þurfum ekki að láta koma okkur á óvart að stór hluti "flóttamanna" eru menn á vegum ISIS komnir inn í Evrópu í þeim tilgangi að gera usla, að drepa og limlesta sem flesta, skapa ótta og óöryggi á meðal vesturlandabúa.
Það þurfti hryðjuverk í París til til að vekja suma leiðtoga upp af værum svefni. Nú standa þeir frammi fyrir gífurlegri ógn sem þeir hafa ekki látið sér til hugar koma.
Hið ótrúlega og skelfilega er að Frakkar hafa þurft að fara í bandalag við Rússa til að reyna að koma skikki á málin í Mið-Austurlöndum og herja á sameiginlegan óvin þeirra. Á meðan er Obama með skæting út í Repúblikana og segja þá hrædda við ekkjur og munaðarleysingja, þar sem margir Repúblikanar hafa lýst því yfir að þeir vilji ekki Sýrlenska flóttamenn til Bandaríkjanna, reyndar hafa margir Demókratar einnig lýst því yfir.
Annað hvort er Obama svona barnalegur eða hann er vísvitandi að grafa undan vestrænum gildum.
Tómas Ibsen Halldórsson, 21.11.2015 kl. 13:53
Markviss stefna vesturveldanna var í upphafi og miðaðist við svokallað "mannúðarsjónarmið" var að taka inn flóttamenn sem flúðu harðstjóra eins og Saddam Hussein og Gaddafi, en þeir murkuðu lífið úr öfgamönnum sem vildu setja á sharia lög og annað slíkt.
Þessir flóttamenn sem flúðu í þá daga fengu svo aðsetur í löndum eins og Frakklandi, Þýskalandi, og Bretlandi. Þar fengu þessir öfgamenn frítt spil til að ala upp og kenna börnum sínum fræðin og svo áfram til barnabarna.
Sumir sem þarna voru hafa nú herjað á sem annarrar og jafnvel þriðju kynslóð innflytjenda, á París og reyndar víðar. Þessi börn hafa farið mörg hver til Sýrlands að berjast fyrir ISIS og sum hver komið til baka eins og dæmin sanna.
Það má samt ekki koma sök á alla flóttamenn enda er yfirleitt ekki mikið af öfgamönnum í hverjum hópi. En það breytir ekki því að þessi svokallaða mannúðarstefna er farin að bíta í skottið á sér sem gallað kerfi. Að auki þá voru stór mistök að ráðast á og steypa af stóli þessum mönnum sem þrátt fyrir harðstjórn og oft ómannúðlegar aðferðir, héldu friði í löndum sínum.
Það má vera að fólk kalli mig ofstopamann eða eitthvað annað, það gerir ekkert til enda hef ég allveg bakið í það. Fyrir utan að það kemur ekki til með að breyta nokkru varðandi heimsmyndina eins og hún er í dag, af völdum eginhagsmunaseggja...
Með kveðju
Ólafur Björn Ólafsson, 21.11.2015 kl. 14:37
Á bloggi Kristinna stjórnmálasamtaka er myndband þar sem Brigitte Gabriel, arabi frá Líbanon, fjallar um íslam og varpar ljósi á margt sem við höfum ekki gert okkur grein fyrir.
Hér er linkur á blogg Kristinna stjórnmálasamtaka: http://krist.blog.is/blog/krist/#entry-2160199
Tómas Ibsen Halldórsson, 21.11.2015 kl. 18:46
Sælir, takk fyrir innlitið
Faðir Önnu Frank sendi mörg bréf 1941 til Ameríku og bað um leyfi til að flytjast þangað með fjölskyldu sína. Gyðingar sem komu á ytri höfnina í Reykjavík um sama leiti og báðu um hæli var snúið við. Hverfulleiki sem engin skilur í daga.
Bandaríkjamenn höfðu ekki árangur í stríðsrekstri sem erfiði í Víetnam, frekar en Frakkar. Víet-kongar og kommúnistar gátu unnið stríðið 1959-1975 þrátt fyrir sprengjuregn með napalm sem kom frá stærsta herveldi heims. Í Mið-Austurlöndum eru löndin mörg og ófriðarbálið hefur magnast með þátttöku stærstu hernaðarvelda. Þrátt fyrir að olíuverð sé lágt, þá eru skipaleiðir mikilvægar og stórveldin flækjast í vefinn.
Sigurður Antonsson, 21.11.2015 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.