17.11.2015 | 07:31
Lögreglan vanbúin?
Í ljósi þess að í landinu eru hátt í 100 þúsund byssur er óskiljanlegt að lögreglan hafi ekki aðgang að öflugum vopnum. Margskonar atvik geta komið upp í eyríki sem kallar á betri varnir gegn öfgamönnum eða brengluðum árásarmönnum. Alltof lítið er vitað um sjálfsmorðssprengjur og hvernig á að meðhöndla grunaða og forða öðrum frá skaða.
Hörmuleg reynsla Norðmanna á að vera víti til varnar. Ekki dugar að tala eins og að vörn sé í vera vopnalaus þjóð. Aldrei hefð átt að senda vopnagjöf Norðmanna til baka. Nær væri að fá þá til að þjálfa íslenska lögreglu og landhelgisgæslu í öryggisþáttum.
Dapurlegt er að heyra hvernig björgunarbátar á íslenskum skipum opnast ekki í neyð og aðgerðaleysið. Uppákoman í Reykjavíkurhöfn þegar dæluskipið sökk á að vera aðvörun um að þekking manna er takmörkuð. Stríðsástandi í Sýrlandi sýnir að við erum ekki lengur langt frá átakasvæðum. Aðeins nokkra flugtíma í burtu.
Fimm í haldi vegna vopnlagabrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Athugasemdir
Lögreglan HEFUR aðgang að öflugum vopnum, og var greinilega ekki vanbúin til að takast á við þessa fimm sem voru handteknir í gærkvöldi.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.11.2015 kl. 11:34
Sæll Guðmundur
Segjum svo að einhverjir fari að höndla með áburð í sprengjur. Hlaða í sprengivesti eins og gert var í Belgíu og vekja svo athygli á sínum málstað með að sprengja í fjölmenni. 10 ára drengur í Afganistan var þannig útbúinn sprengiefni út á götu. Það bjargaði honum að hann brást í grát. Lögreglan gat á farsælan hátt látið hann taka þau af sér án þess að skaða neinn.
Sem 10 ára strákar með brennisteinn og kolefni gátum við búið til stórhættulegar lyklasprengjur. Það þarf ekki mikið til. Lán að við sköðuðum engan. Vesturbærinn lyktaði af sprengiefni oft í kringum áramót. Skútur og togarar geta komið af hafi með birgðir af hrískotabyssum og sprengiefni eins og fíkniefni, án þess að menn fari að gruna neitt.
Lögreglan veit að vísu hve algengar slíkar byssur eru hér. Bretar gjörþekkja varnir og viðbúnað við sprengimönnum. Þeim hefur tekist að koma í veg fyrir mörg tilræði með mikilli vinnu. Netheimar eru bæði góðir og slæmir. Ekki sakar að velta upp nýjum aðstæðum.
Sigurður Antonsson, 17.11.2015 kl. 16:43
Hefði vopnuð lögregla komið í veg fyrir að þið strákarnir byggjuð til þessar lyklasprengjur?
Nei það hefði hún ekki gert, þar sem hún vissi ekki af því að þið væruð að þessu og var ekki á staðnum.
Lögreglan í Frakklandi er vopnuð, en það kom samt ekki í veg fyrir skotárásirnar um helgina.
Vopnuð lögregla getur ekki komið í veg fyrir glæpi, heldur aðeins brugðist við þeim þegar þeir hafa orðið.
Guðmundur Ásgeirsson, 17.11.2015 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.