Leyniþjónustan veit sínu viti.

Bretar sendu menn til Sharm el Sheikh fyrir ári til að krefjast betri öryggisgæslu á farangri. Frjáls blöð í Bretlandi hafa margoft gagnrýnt Rússa fyrir slælegt eftirlit með flugvélum, farþegum og farangri, en mörg flugslys í Rússlandi hafa orðið vegna sprenginga. 

Rússland og Egyptaland skýla sér á bak að rannsókn sé ólokið, en stórir hagsmunir eru í húfi. Trúverðugleiki Pútíns er í veði og varinn af samstarfsmönnum hans. Þeir vilja ekki sannleika sem kann að vera óþægilegur. Stríð eru ógnvænleg og draga dilk á eftir sér. 

Bretum má hrósa fyrir gagnsæi og að vera fljótir til að taka ákvarðanir, þegar hætta er yfirvofandi. Öryggið er líka mikið á flugvöllum á Bretlandi og upplýsingastreymi gott. Bretar voru gagnrýnir á íslenska útrásarvíkinga og afleiðingar Eyjafjallajökulsgossins, eðlileg viðbrögð.

Koma þeirra til Íslands á stríðsárunum er órækt vitni um fyrirbyggjandi aðgerðir. Þar lögðu Bretar á sig mikið erfiði til að tryggja frelsi og siglingar. 

 

 

 

 


mbl.is Breta grunar sprengju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband