3.9.2015 | 13:39
Brotið land
Reiptog stórveldanna um yfirráðasvæði hafa mótað örlög Sýrlands. Rússland hefur sent ógrynni vopna til Sýrlands síðan 2006 og eftirgefið vopnaskuldir. Sagt er að rússneskir hermenn stjórni orrustuþotum sýrlensku stjórnarinnar. Enn ein afleiðingin af rússneskum hernaðarumsvifum.
Mótmæli gegn stjórn Assad um lýðræðisumbætur báru ekki árangur enda treysti hann á Rússneska hernaðarhjálp. Flóttamenn sem hafa verið teknir af Rússum eru settir í einangrunarfangelsi.
Um 10% flóttamanna eru kristnir og eru ofsóttir af öfga múslimum ISIS. Vesturlönd einu aðilarnir sem geta veitt hjálp í neyð?
Sýrland er ekki lengur til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Athugasemdir
Það er akkúrat mergur málsins, stríðsaðilar í Sýrlandi búa ekki yfir eigin hergagnagerð og þurfa því að kaupa vopn. Rússar halda Assad uppi með vopn, en hverjir selja ISIS hertól?
Sölumenn dauðans eru víða, Þar er Rússland ekki eitt á báti. Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa nóg fjármagn, þeir þurfa ekki að fá niðurfelldar skuldir vegna vopnakaupa. Hvað skyldi hergagnaframleiðslan í Þýskalandi, Frakklandi, USA og fleiri ríkjum hafa nælt sér í mikinn auð vegna þessa stríðs.
Þá má ekki gleyma einum stæðsta herganaframleiðslulandi heims, Svíþjóð. Þar er ekki verið að spyrja hvernig vopnin verði notuð, ekki spurt hver kaupandinn er. Þar er einungis spurt hvort kaupandinn geti greitt fyrir herlegheitin. Hversu mikið af auð ISIS ætli sé kominn þangað inn?
Sölumenn dauðans, hvort sem þeir koma frá Rússlandi, Kína, Þýskalandi Frakklandi, Bandaríkjunum, Svíþjóð eða hverju því landi sem byr að vopnaframleiðslu, eru undirrót allrar þeirrar skelfingar sem yfir íbúa Sýrlands, þessa dagana. Þar koma stjórnmál málinu lítið við.
Án vopna heyjar enginn stríð og án stríðs þarf enginn að flýja föðurland sitt!!
Gunnar Heiðarsson, 3.9.2015 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.