Nettröllin ráða ferðinni

Bilið á enn eftir að aukast milli gömlu flokkanna og hinna ungu sem temja sér annan lífsstíl. Þingmenn úr háskólasamfélaginu sem hafa unnið með unga fólkinu sjá hverju framvindur. Ekki verður betur séð en þeir ætli að snúa sér að hefðbundnum verkefnum þegar píratar geysast fram. 

Í gegnum netið finnur unga kynslóðin nýja heimsmynd og nálgun. Forritarinn finnur aðrar leiðir og lætur ekki gamla fólkið segja sér fyrir verkum. Vanti einhverja þekkingu er hún á netinu. Yfirburðastaða þeirra með tölvur gera yngra fólkið mun hæfara til að leysa verkefni og aðkallandi vanda. Fleiri flokkar ungs fólks geta myndast þegar líður að kosningum.

Óöruggir borgara á miðjum aldri sem ekki hafa fundið skjól í velferðinni draga sig inn í skel þegar kemur að flóttamannavandanum. Píratar eru opnir fyrir aðstoð og finnst að mannúðin eigi að ráða. Mildi og mannúð í alheimsbúskap. 

 


mbl.is „Viljum helst ekki þurfa að vera til“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Hvað ætli að sjóræningja flokksmenn vilji taka marga flóttamenn inn á sín heimili?

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 2.9.2015 kl. 21:22

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Jóhann. Flokkurinn hefur ekki mótað sína stefnu í svo mörgum málum. Eins og einn þeirra sagði, málefnin þarf að ræða og móta stefnu. Við vitum talsvert um stefnu annarra flokka en þær breytast einnig. Framsóknarforingi stjórnaði þegar gyðingum var vísað frá í stríðsbyrjun. Nú segist Framsókn jákvæð fyrir að taka flóttamenn. 

Blökkumönnum var haldið frá herþjónustu á Keflavíkurflugvelli þegar sjálfstæðismenn réðu. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki haft jákvæð viðhorf til innflytjenda og allskonar hindranir settar upp til að fólk frá öðrum löndum en Evrópu gætu sest hér að. 

Sigurður Antonsson, 3.9.2015 kl. 13:13

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ekki það að ég sé sjálfstæðismaður, en ég held að þú farir ekki alveg rétt með USA hermenn á Keflavíkurflugvelli.

Mér skilst að þetta hafi verið í setuliðssamningnum frá byrjun samnings og eftir það voru margir flokkar sem voru við stjórnvölina til dagsins sem USA herinn yfirgaf landið.

Hvað hefur sjóræningjaflokkurinn verið lengi til, er það ekki næstum 3 ár. ég spyr hefur Ísland efni á því að hafa stjórnmálamenn stjórna landinu sem ekki geta mótað stefnu sína á rúmum tveimur árum? Hvað ættla þeir að gera í málum sem þarf að taka ákvörðun fljótlega eða jafnvel strax?

Íslendingar höfðu ekki og hafa ekki efni á að flytja inn þúsundir flóttamanna og hælisleitenda.

Auðvitað eiga sjórnmálamenn að einbeita sér að því að bæta lífskjör Íslendinga og skipta sér ekki af því sem þeim kemur ekkert við.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 3.9.2015 kl. 14:23

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sammála ræðumanni nr. Þrjú. Íslenskir stjórnmálamenn eru kosnir af Íslendingum til þess að gæta að hagsmunum Íslendinga.  

Hrólfur Þ Hraundal, 6.9.2015 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband