30.8.2015 | 20:10
Hægt að snúa við blaðinu
Í Vestmannaeyjagosinu myndaðist mikill samstaða. Hver sem gat aðstoðað fékk ákveðið verkefni. Man eftir því að ég fór ferðir með búslóðir frá Þorlákshöfn. Nóg af húsnæði var til reiðu og allir björguðust með víðtæku samstarfi.
Margir munu aðstoða Rauða Krossinn og útvega bæði húsnæði og mat meðan fólkið er að ná fótfestu. Ótrúlegt er að sjá myndir af örvæntingu flóttamanna og hjálparleysi sem við blasir í Ungverjalandi. Austur-Evrópa er enn að sleikja sárinn eftir sambúðina við kommúnistahreyfinguna og ógnarstjórn einræðisafla. Afstaða þeirra er líka ólík vestrænum ríkjum sem hafa búið við meira frelsi og velsæld.
Gott hjá Birni Teitssyni að minnast á gyðingamóttökurnar sem ekkert varð af fyrir stríð. Þeim var snúið við í Reykjavíkurhöfn og þeirra beið ekkert nema ofsóknir. Nú er tækifærið fyrir stjórnmálaöfl að snúa við blaðinu og skipuleggja aðstoð við flóttafólk með borgurunum sem vilja leggja sitt að mörkum.
Gætum tekið við 1500-2000 manns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.