30.8.2015 | 07:05
Þoskhausar ekki seldir tvisvar
Foringjar taka umræðuna lengra. Fastur fyrir er fjármálaráðherra enda gjaldkeri eyþjóðar norður í höfum sem hefur barist við offjárfestingar og verðbólgu í meir en 100 ár. Húsnæðisráðherrann er dreginn upp á pallborið hjá RÚV og reifað í móttöku á 50 flóttamönnum + 15 hælisleitendum. Þar á bæ er ekkert húsaskjól þótt blokkir íbúðalánasjóðs standi auðar um allt land.
Skammarlegt framlag til að aðstoða þjóðir í neyð hefur nú tekið óvænta stefnubreytingu. Víðsýnir, hjálpsamir Íslendingar sjá að við getum tekið á móti þúsundum flóttamanna. Það dugir ekki að einblína á tap á sölu makríls til Rússlands þegar olíupeningar skila sér ekki. Makríll var eins og happadrættisvinningur og það gleymist að lækkun olíu kemur okkur til góða. Hátt verð fyrir þorskhausa og meir en 50% lækkun olíu fæst ekki í viðskiptum við Nígeríu.
"Velferð" eða góðar þjóðartekjur byggjast á gagnkvæmum viðskiptum við aðrar þjóðir sem geta keypt afurðir háu verði. Japanir borga vel fyrir hval. Kaupendur verða að vera til á próteinríkum makríll. Álverðverð í hæstu hæðum hefur byggst aðallega á notkun ríkra þjóða. Hergagnaiðnaður hefur stuðlað að hagvexti meðal ríkra þjóða, en dregur aðrar þjóðir niður í svaðið. Ógnvænleg vopn er önnur birtingamynd af örvæntingu og flóttamönnum.
Merkel er merkiberi Þýskalands, forysturíkis Evrópu. Líkt og Truman og Marshall utanríkisráðherra Bandaríkjanna voru eftir stríð. Hún sér engin vanmerki á að sýna stríðsþjáðum flóttamönnum virðingu og mannúð. Þjóðverjar skildu á Íslandi eftir Hrun milljarða sem ekki innheimtast. Þeir hafa aðstoðað Grikki en fá aðeins vandlætingu í laun. Þeir hafa staðið föstum fótum þegar Rússar hafa sýnt hramminn í Úkraínu. Er hægt að biðja um meira án þess að gefa?
Ég ætla ekki að nefna einhverja tölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.