25.8.2015 | 20:59
Athyglisverður samanburður
Flóttamannavandinn er afsprengi slæmra stjórnhátta og styrjalda sem hafa staðið yfir í lengri tíma. Nær helmingurinn af flóttamönnunum er frá Sýrlandi. Arabaríkin hafa staðið sig illa í lýðræðisumbótum og að aðstoða flóttamenn, þótt mörg þeirra geti betur. Þeir sem ná að flýja ástandið heima fyrir er flest dugnaðarfólk sem með tíð og tíma kemur sér vel fyrir í nýju heimalandi.
Suðurlönd Evrópu hafa staðið sig aðdáunarvel við að sýna þessu fólki virðingu og mannúð í kröppum dansi. Merkel, helsti forystumaður álfunnar undirstrikar þessi atriði þegar hún biður samlanda sína að sýna þolinmæði. Þjóðverjar og nágranar þeirra þekkja vel þjóðflutninga og þau umbrot sem fylgja.
Bandaríkin buðust til að taka við hátt í tíuþúsund flóttamönnum frá Sýrlandi. Ef sama hlutfall flóttamanna og komu til Ítalíu færi yfir landamærin þeirra væri um að ræða 3-4 milljónir. Milljónir Mexíkóbúa fara ólöglega yfir landamærin til Bandaríkjanna og fá flestir vinnu. Á nokkrum árum skapa nýir innflytjendur mikinn auð í viðkomandi löndum og koma í veg fyrir fólksfækkun i Norður-Evrópu.
Íslendinga vantar fólk til að fylla nýjar stöður og gætu sýnt mannúð og mildi við að taka við þeim sem mest hafa þurft að þola vegna styrjaldarátaka. Ef ekki skipulega nú með hjálp t.d. Rauða krossins munu fjöldi þeirra nema hér land á næstu árum í gegnum EES eða Evrópusamstarfið.
Hvort sem okkur líka betur eða vel.
Alvarlegt ástand sem verður verra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.