Fagurgali eða umbætur

Formaðurinn talar eins og allt sé bjart framundan, en er það svo. Eyþjóðin hefur hingað til tekið við meira af tilskipunum og löggjöf frá nágrönnunum heldur en að hafa eigið frumkvæðið. Innflytjendalöggjöfin frá 2005-6 var meingölluð dönsk löggjöf, samþykkt án umræðu að heitið gat.

Danir voru fljótir að endurbæta hana og vonandi kemur eitthvað úr hattinum nú sem er í takt við breytingar sem eiga sér stað í Evrópu. Einangrunarsinnar eru margir á Íslandi sem vilja framleiða mikið með löngum vinnudegi og fáu fólki. Pólverjar og útlendingar eru að bjarga sjávarvinnslunni fyrir horn, einnig ferðamannaiðnaðinum.

Án þeirra væri hér stöðnun í þessum atvinnugreinum. Í ferðaþjónustunni verður þröskuldurinn vöntun á kokkum og þjónustufólki, sem er ekki á hverju strái. Gyðingakona sem ég gisti hjá í Róm sagði mér að Ítalir hefðu tekið á móti meir en 400.000 þúsund flóttamönnum á innan við tveimur árum. "Flestir hefðu fengið vinnu í þjónustustörfum."

Gott er að getað tekið við 50 flóttamönnum frá stríðsþjáðu Sýrlandi. 12 milljónir Sýrlendinga eru á vergangi án matar og búslóðar. Þar af 1.2  milljón kristnir menn. Ef vel ætti að vera ættum við að taka við 400 flóttamönnum til að vera ekki eftirbátar Ítala. Það þarf enga sýndarmóttöku til að taka á móti stæltum ungum flóttamönnum í neyð. Með samstilltu átaki gætu þeir allir fengið vinnu víða um land á næsta vetri.

Í Þýskalandi björguðu Tyrkir á sínum tíma framleiðsluiðnaðinum í manneklu. Á Nörrebro og Vesterbro í Kaupmannahöfnum fylltu Tyrkir og Arabar gömlu húsin sem stóðu auð. Fjölgun íbúa í Norður-Evrópu hefur orðið lítill síðustu ár. Það eitt segir sína sögu.

 

 

 


mbl.is Kynna frumvarp um málefni útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Stæltir ungir flóttamenn í neyð? Hvað er bakpokunum þeirra? Hvað er í hausnum a þeim? Viltu leggja börnin þín undir?

Gðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 24.8.2015 kl. 00:09

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Halldór. Langamma mín, sjómannsekkja fór með 3 börn sín til Vesturheims. Full af stolti til heimalandsins en ung og kraftmikill. Sonur hennar byggði hús fyrir innflytjendur í Seattle. Dóttir hennar settist að í San José, nú næsti bær við Silicon Valley. Þegar barnabörn hennar komu til Íslands í sumar spurðu þau mig hvernig mér listist á Trump frambjóðenda. Þau brostu þegar ég benti þeim á að hefði hann verið forseti eftir 1900 hefðu ættfeður þeirra varla komist til Kaliforníu.

Sigurður Antonsson, 24.8.2015 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband