17.8.2015 | 22:33
Plúsar eða mínusar
Ávinningur af brölti getur komið fram í ýmsum myndum. Ekki er allt neikvætt. Fyrir nokkrum árum fór mest af makríl til bræðslu. Nú hafa verið þróaðar framleiðsluaðferðir sem skila meiri verðmætum. Samt sem áður geta Litháar aukið verðmæti makríls og selt til Rússlands á hærra verði.
Fyrir áratugum bragðaði ég niðursoðinn reyktan makríl í Noregi. Lostæti sem Tryggvi Ófeigsson hefði einn kannski getað framleitt ásamt reyktum ufsa. Í Lettlandi var ljúffengur reyktur makríll á boðstólum á sama tíma seldur með haus og sporði. Tækni sem þeir notuðu skilaði allt öðrum afurðum en nást hafa á Íslandi.
Verðmæti makríls og loðnu er hægt að stórauka með fjölbreyttari framleiðsluafurðum. Óvænt tímabundin lokun á Rússlandsmarkað, fram í janúar getur skapað ný viðskiptatækifæri ef sölu og markaðsmenn reyna að aðlaga vöruna nýjum kaupendum.
Nígería lokaði á makrílkaup þegar útflutningstekjur minnkuðu um meir en helming. Afríkubúar þurfa prótein úr fiski. Margir þeirra sem hér matreiða makríll og siginn fisk með allt öðru aðferðum en við þekkjum. Nú er tími Færeyinga í makrílsölu runninn upp, meðan Íslendingar velta við hverjum steini til að vita hvað fór úrskeiðis. Ósigur getur orðið upphafi að sigri.
Notuðu rangar tölur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.