13.8.2015 | 20:52
Frelsi eða fangi
Útflutningstekjur Rússa af olíu hafa minnkað meir en helming. Þeir eiga erfitt með að standa í skilum á seldum íslenskum fiskafurðum. Viðskiptahagsmunir Íslendinga eru því mun minni. Útflutningur Íslendinga til Rússlands hefur verið um fimm prósent af heildar útflutningi.
Í sögulegu ljósi voru vöruviðskipti milli landanna mun mikilvægari á árunum 1958-1970 þegar erfitt var að selja sumar fiskafurðir okkar. Stór hluti útflutnings var til Austur-Evrópu en alltaf mest til Rússlands..
Eiríkur bendir réttilega á að í Rússlandi ríki "alríkisskipulag". Land sem byggist á sterkum leiðtoga er hefur mest öll völd í höndum sér. Slíkum leiðtogum hættir til að auka völd sín og vinsældir með landvinningum. Með því að takamarka skoðanaskipti og frjálsa fjölmiðla er eftirleikurinn auðveldur. Gömul og ný saga í Rússlandi.
Ástæða er til að óttast Rússa sem ráðast hiklaust inn í önnur lönd og útvega eldflaugar til að granda farþegaflugvélum. Rússland er eitt auðugasta landið af gasi og olíubirgðum og býr yfir stórum herafla. Harðasti kommúnisti þeirra vildi gera Ísland að fanganýlendu. Nágranaríki Rússlands óttast fátt meir en hramma Björnsins.
Meiri búsifjar fyrir önnur lönd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.