5.5.2015 | 21:03
"köldu andaði milli sakbornings og saksóknara"
Óvenjulegt er að sakborningar hafi málfrelsi í dómsal? Magnús bendir réttilega á að saksóknari hafi farið yfir öll skynsamleg mörk við húsleit. Hafskipsmenn voru á sínum tíma niðurlægðir með handtökum snemma morguns. Gæsluvarðhaldsvist er að mestu óþörf og misnotuð til að veikja varnir hins grunaða. Á Íslandi og í Noregi hefur verið gengið lengra en í flestum löndum Norðurálfu.
Arne Treholt var vistaður undir ströngu eftirliti árum saman. Ákærur, ásakanir og dómur eins og úr einni skotpípu. Knud Pedersen Hamsun var vistaður á geðveikrahæli og er ennþá óuppgert vandaræðabarn í norskri þjóðarsál.
Sjaldgæft er að sakborningar fái að tjá sig fyrir dómi eftir misvitrar yfirheyrslur undir óvenjulegum kringumstæðum. Mannréttindadómstóll Evrópu leggur mikla áherslur á að fyrir dómi skuli fara fram ítrekaðar yfirheyrslur ef þurfa þyki.
Fyrrverandi hæstaréttardómari Jón Steinar sagði nýlega í hinu merka sjónvarpi ÍNN að endurteknar yfirheyrslur væru óþarfar, þær breyttu engu. Óvenjuleg yfirlýsing dómara sem lagði áherslu á réttlæti í dómssölum.
Það kann að breyta nokkru að hér eru hæfileikamenn í annað sinn dregnir fyrir dómara. Þeir gætu haft áhrif á tíðarandann eins og skáldin. Í Rússlandi kom fyrst sannleikurinn fram þegar skáld höfðu talað undir rós í nokkur ár. Jón Hreggviðsson lifir í þjóðarsálinni, hýddur og barinn, en þjóðfélagið heldur áfram göngu sinni inn á nýjar fallvaltar brautir.
![]() |
Ábyrgðarfullt að sitja í sæti Björns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.