28.9.2014 | 10:44
Hraun trölla og galdra
Eitt stærsta hraun í heila öld rennur á einum mánuði? Enn sem komið er hafa aðeins fáeinir útvaldir litið það augum frá jörðu niðri. Þó eru hálendismenn á vel útbúnum bílum og sleðum hvergi jafn margir. Er ekki komið mál til að gefa þeim smá rými við Öskju áður en fer að snjóa fyrir alvöru.
Snjóar í Holuhrauni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Athugasemdir
Stöndum ekki í vegi fyrir þróun genamengisins, þóknumst kenningum Darwins og leyfum öllum sem vilja drepa sig í mögulegu jökulflóði að spreyta sig á því.
Góðar stundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 28.9.2014 kl. 13:32
Sæll Guðmundur
Eru ekki tækifæri fólgin í stöðunni? Þurfum við ekki að getað varist lofttegundum frá eldgosum, þótt eitt sé nefnt. Aðeins með reynslu kynnumst við því hvernig varast skal eiturgufur. Almannavarnir styrkjast með fjöldaþátttöku og eiga að fagna áhuga ferðalanga sem geta farið eftir fyrirmælum í nánd við eldstöðvar.
Í reynd hafa þeir verið að inna það starf af hendi með því að leyfa vísindamönnum og fréttamönnum að nálgast eldstöðina. Væti ekki betra að fleiri kynnu að umgangast gastegundir? Ótrúlega margir fjallamenn ná mikilli færni við að umgangast vetur konung.
Bankahrunið var skelfilegra vegna reynsluleysis bankamanna. Til að varast hætturnar þarf að komast í hann krappann. Víða erlendis er það talinn kostur að hafa reynt fyrirtækjarekstur eða spreytt sig á ólíku sviði rekstrar. Veit að þú þekkir það. Breytilegt verð á áli getur skapað tækifæri? Línurit eru góð.
Sigurður Antonsson, 28.9.2014 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.