Hvað liggur að baki?

Engin slys eða dauðsföll hafa átt sér stað í Esjuhlíðum svo vitað sé vegna skriðufalla frá upphafi byggðar. Samt sem áður er stórt svæði skilgreint hættusvæði C, á við þekkt manntjóns skriðusvæði undir bröttum hlíðum á Vestfjörðum. Hættumatsnefnd Reykjavíkur hefur fengið ítarlega skýrslur frá Veðurstofu Íslands 2013 og nú bætist enn önnur við, báðar kostaðar af Ofanflóðasjóði. Hættumatsnefndin þarf að færa betri rök fyrir skilgreiningu á hættusvæði.

Stórt svæði er afmarkað C og vitnað í fornsögulegt berghlaup sem fallið hefur fyrir 10 þúsund árum. Á öðrum stað er endurkomutími hlaupa talið 1000-3000 ár og 100-300 ár. Þar sem stór hlaup hafa komið fyrir 10 þúsund árum árum er ólíklegt að þau komi aftur í náinni framtíð. Samt er niðurstaðan að hættusvæði C er til sjávar.

Í fyrri skýrslu Veðurstofu frá 2013 er niðurstaðan að afmarka C svæði nær fjallsrótum. Könnunargryfjur sem sýna þykkt skriðuhlaupa voru aðeins gerðar frá Öfugskeldu að Esjubergi. Þær sýna "þunnfljótandi og fínkorna skriðusjoppu sem ekki er talin ógna lífi fólks en getur valdið talsverðu tjóni". Á öðru hættusvæði C  hafa ekki verið gerðar könnunargryfjur er sýna aur eða skriður og engin sjáanleg merki eru í túnum eða landslagi. Samt sem áður eru á kortum skýrslugjafa rauð svæði sem afmarka stærð hlaupsins 1748. Sama ár og búskapur í Öfugskeldu í landi Sjávarhóla lagðist af. Ritaðar heimildir um það hlaup eru frá 1747 og kenndar við Ölfusvatnsannáll?

Mikil vinna er að baki hjá rannsóknaraðilum, en eftir sem áður standa uppi spurningar sem skipta máli þegar mikilsverðar ákvarðanir eru teknar um framtíðar byggð sem skilgreint er sem landbúnaðarsvæði. Skjálftahættumat við Rauðavatn er gott dæmi um offarir í skýrslugerð. Þar má engin byggja nema Morgunblaðið? Hvers vegna borgaryfirvöld kröfðust brottflutning á húsum þar er enn ósvarað. Árvaki var hins vegar úthlutað lóð á "hættu- og jarðskjálftasvæði". 

 


mbl.is Mikil skriðuhætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband