Ekki pláss fyrir rómatík í Holuhrauni?

Fyrir nokkrum árum fór ég Gæsavatnaleið til Öskju, áður en GPS tækni voru algeng. Engum bíl mættum við á leiðinni að Kvíslarhrauni eða Holuhrauni. Það var úfið í fyrstu en síðan komu Flæður þar sem sandur hafði fyllt hraunið. Þá var farið yfir aura og hafsjó af vatni. Auðvelt var að lenda þarna í villum og sandbleytu en allt gekk þó slysalaust. Þá má ekki gleyma því að sandstormur getur farið um svæðið og byrgt mönnum sýn.

Í Holuhrauni sáum við einn fólksbíl og héldum að þarna hefði einn strandaglópurinn yfirgefið bílinn. Hvergi var mann að sjá, en í einni hraunholunni var að finna þýsk hjón, niðursokkin í að mynda Gullmuru í auðninni. Þau voru yfir sig hrifin af fegurðinni sem hinn innfæddi tók varla eftir af áhyggjum yfir að komast til Öskju.

Kvíslarhraun hét hraunið 1880 eftir að danskur leiðangur hafði farið þarna um.  Fjórum árum síðar endurskýrði náttúrufræðingurinn Þorvaldur Thoroddsen hraunið og nefndi Holuhraun. Nær Öskju er Þorvaldshraun og Þorvaldstindur. Nefnt eftir manninum sem gaf sér tíma til að kanna staðhætti. Önnur staðarnöfn eru einnig leiðbeinandi . Jafnvel Upptyppingar. Engin rómatík eða skáldskapur enda ógn lengi stafað af eldsumbrotum.

Merkilegt er hve Þjóðverjar eru áhugasamir og vel upplýstir um hálendið norðan Vatnajökuls. Á Wikepedia er að morgni gosdags þegar komnar upplýsingar á þýsku um gosið.  Þýskir vísindamenn hafa og rannsakað Öskjusvæðið á árum áður. Gott upplýsingaflæði gæti skýrt salla rólega Þjóðverja á mánalandslagi. Ljóst er að gossvæðið verður áhugasamt fyrir marga og yfirvöld ættu að skipuleggja mögulega umferð að gosstöðvunum fyrir vel útbúna ferðamenn. Svæðið er ekki eyðimörk í hugum margra erlendra, heldur ævintýraheimur og undur náttúru.

 


mbl.is Engin aska og lítil flóðahætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband