6.6.2014 | 22:42
Meiginmálið flókið?
Aukameðalganga og aðfararandlagið. Er ekki hægt að gera kröfu til Hæstaréttar að hann útskýri útskurð sinn á mannamáli. Tyrfin texti og flókin aðför. Viðurkenni að ég skil lítið í þessu máli. Réttarríkið hlýtur að hafa velferð barnanna í fyrirrúmi.
Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna eiga börn að alast upp innan fjölskyldu til að ná samstilltum þroska og persónuleika. Börn eiga að fá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst. Í 13.gr er tekið fram að barn eigi rétt til að láta skoðanir sínar í ljós. Skyldu börnin hafa verið spurð? Er hægt að flytja þau á milli landa endalaust, á milli foreldra sem ekki ná sameiginlegri forsjá. Börn eiga mesta réttinn í forsjádeilum. Velferð þeirra á að vera í fyrirrúmi og þau hafa rétt á að halda persónulegum tengslum við báða foreldra.
Í samningnum er meginregla sú að það sé virt að foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á að ala þau upp. Í 10 gr. er lögð áhersla á að aðildarríki afgreiði á mannúðlegan hátt beiðni barns eða foreldris um að fara frá einu ríki til annars vegna endurfunda fjölskyldu. Þegar annað foreldrið situr í fangelsi vegna deilna um umráðarétt er eitthvað mikið að og hlýtur það að koma niður á börnunum.
Dæturnar fara ekki úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.