25.5.2014 | 11:54
Veröld sem fæstir þekkja.
Athyglisverð frásögn Halldórs í Henson um atvinnurekstur í Úkraínu. Þar var 1000 prósenta verðbólga þegar hér hafði ríkt 100 prósenta verðhrun á einu ári. Varla var hægt að fá tvinna í búð og almenningur komst af með því að rækta jörðina. Sjóða niður grænmeti sem kom úr frjóustu mold Evrópu.
Frásögn hans kemur heim og saman við reynslu Óskars kenndur við Geymslusvæðið í Hafnarfirði, sem fór til Rússlands á sama tíma. Hann hafði ekki borðað kjöt mánuðum saman í borg við Úralfjöllin. Íslenskt hrátt hangikjöt var honum því sælgæti eftir langan kjötskort þegar hann kom til baka. Sjaldan hafa Íslendingar búið lengi við skort á helstu próteinum en það hafa Úkraínumenn mátt þola í nær heila öld undir stjórn Rússa.
Skoða verður aðkomu og aðgerðir Pútíns frá því hann er fyrst kosinn til valda. Hann hefur í meir en áratug verið að styrkja stöðu Rússlands. Lagt völdin í hendur fáum á meðan hann hefur hert að öðrum sem krefjast frelsis. Blaðakonan Anna Politkovskaya var myrt í Moskvu í október 2006. Hún var ekki hrifin af Pútín og reyndi að halda uppi málefnalegri gagnrýni. Sagðist sjá bæði gott og illt.
Kjörseðillinn er mikilvægur í dag Úkraínumönnum. Seðill sem allir stjórnmálamenn vilja hafa áhrif á hvernig skuli notaður. Seðill sem margir fá en færri kunna að lesa.
Lít á mig sem heppinn mann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.