Sannur Breti

Lýðræðið er veikburða og ránfuglar eru tilbúnir til að taka sinn bita hvenær sem tækifæri gefst. Rússland Pútíns er ekki það sama egg frjálsræðisins sem við höfum öðlast. Úkraínumenn hafa ekki sama tiltrú á lýðræðið eins og við. Margir þeirra velja fremur fjötra hins sterka en að þurfa að berjast fyrir óljósu frelsi. Frelsi í viðskiptum sem þjóðir Evrópu hafa komið á er vandmeðfarið og krefst þroska kjósenda.

Hans hátign Bretaprins talar hér við flóttamann sem hefur þurft að flýja heimaland sitt. Hann setur sig ekki á háan hest heldur ræðir á mannmáli við alþýðukonu. Heldrimenn í Bretlandi sem hafa séð tímana tvenna þurfa ekki að skafa utan af hlutunum. Þeir eiga ekki á hættu að missa vinnuna þótt þeir tali með áherslum.  

Pútín takmarkar vald fjölmiðla og innlimar lönd þegar honum hentar. "95% stuðningur kjósenda" á Krím við innlimunina er ekki trúverðug mynd. Stuðningur Vesturlanda við Úkraínumenn er skref að meira lýðræði fyrir alla. 

 

 


mbl.is Karl Bretaprins líkti Pútín við Hitler
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll - Sigurður !

Glámskyggni þín - er harla dapurleg.

Þú ættir að minnast þess - að forfeður þessa gerfi- Prinz rændu og rupluðu í Brezku nýlendunum á fyrri öldum / og sums staðar allt: til þessa dags.

Sjáðu Sigurður minn - hversu Bretar hafa leikið Indland til dæmis.

Steyptu Bahadur Shah Stórmógúl árið 1857 - og gáfu sér síðan frjálsar hendur til gripdeilda og manndrápa þar í stórum stíl næstu 90 árin - þar á eftir.

Karl ''Bretaprinz'' - er ómarktækt Skoffín / sem Brezkir skattborgarar halda uppi að óverðskulduðu: eins og restinni af hans ömurlegu ætt Sigurður minn.

Þó - margt megi finna: að Rússneskum stjórnarháttum hafa Bretar sízt efni á / að derra sig gagnvart Pútín og hans stjórn.

Og mundu Sigurður - Bretar hrærðu hvorki legg né lið til stuðnings Hvítliðum félögum mínum / þegar Lenín hyskið var að komast til valda eftir Borgarastyrjöldina þar eystra - 1917 - 1922 !!!

Með kveðjum: samt - af Suðurlandi // með von um betri upplýsingu þína - um þessi málefni: öll ///

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.5.2014 kl. 12:28

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sæll Óskar

Gaman að heyra frá þér. Auðvelt er að verða hrifinn af Stór-Rússlandi sem varð til í skjóli hersveita keisarans. Þá eru bókmenntir Rússlands ekkert slor. Ekkert Guðrúnar Lundar hjúskapartal þótt merkilegt sé.

Ungur kynntist ég Rússlandi og heimsótti marga landshluta. Menningarbyltingin var í blóma og Rússar sýndu sínar bestu hliðar. Allt gott ef talað var á réttum nótum. Undir niðri kraumaði óttinn og umkomuleysið. Menn þorðu ekki að gagnrýna stjórnvöld eða tala opinskátt við útlendinga. KGB var á hverju götuhorni.

Það má segja um Breta og samveldislöndin að þau kunna að meta þjóðhöfðingja sinn. Það gerði og móðir mín líka, hún bar mikla virðingu fyrir Elísabetu og Ingibjörgu Danadrottningu. Fáar þjóðir eiga því láni að fagna að eiga slíka virðingarmenn jafn lengi og raun er á.

Nauðsynlegt er fyrir hverja sál að eiga einhvern til að virða og líta upp til. Einskonar ankeri í tilverunni. Bretaprinz og Rússlandsforseti eru af því tagi, þjónar og baráttumenn fyrir ýmsum góðum málum. Þeir þurfa líka aðhald eins og aðrir. Dr. Jón Dúason vildi eitt sinn að Grænland yrði nýlenda Íslands. Barðist fyrir því í mörg á ritvellinum, en hér var þá enginn her.

Sigurður Antonsson, 24.5.2014 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband