26.4.2014 | 21:30
Uppistandi eða gagnsemi
Gamansemi Guðna er við brugðið og því voru kosningatilburðir hans teknir mátulega alvarlega. Stutt gaman sem endaði vel. Leikaraskapurinn hans í kringum flugvöllinn var ekki nógu trúverðugur. Blaðran hefði sprungið með ósköpum á versta tíma rétt fyrir kosningar. Netmálið hefði séð um það. Fáir ná verulegu skriði í pólitík eftir sextugt nema þeir búi yfir afburðahæfileikum. Komi auk þess inn á leikvanginn á réttum tíma með lausnir.
Ronald Reagan náði kjöri til forseta á eftirminnilegan hátt á áttræðis aldri. Hann var dáður fyrir kímni og einstaka stjórnmálahæfileika bæði innan og utanlands. Breytti gangi mála í kalda stríðinu af miklu innsæi. Flugvöllurinn í Washington var endurskírður 1998 honum til heiðurs.
Framsókn er nú í sárum í Reykjavík mánuði fyrir kosninga. Áður hafði hún lagt Orkuveituna í skuldafjötra. Reykvíkingar og fyrirtæki í borginni verða að axla þær byrðar. Atgangurinn lýsir vel Framsóknarmönnum. Bráðgreind og hæfileikarík kona í öðru sætinu hvarf í skuggann í látunum. Kona sem hafði skipulagsvit. Hún vissi varla hvar hún var stödd og enginn leiðtogi flokksins ávarpaði hana. Eru þá kosningar meira leiksýning en alvöru framboð þeirra sem vilja gera gagn. Stjórnmálamenning er eitt og gamansemi annað.
Rétt skal vera rétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.