Beðið eftir löggjafanum?

Lög eru ekki fullkomin. Alltaf vantar eitthvað upp á. Á Alþingi er heldur ekki unnið markvist að því að endurbæta lög er alla varða. Gott dæmi eru dönsku innflytjandalögin. Þar er réttur ríkisborgara og innflytjenda aftur og aftur vanvirtur. Danir og Norðmenn hafa sjálfir gert umtalsverðar breytingar.

Umferðamerki eru sett upp eftir geðþótta bæjarfélaga og ekki haft fyrir því að lesa leiðbeiningar Vegamálastjóra. Í minni götu eru hraðatakmarkanir í formi skilta út á miðri götu. Hækkun gangbrauta er tilviljanakennd og líklega engar reglur þar um. Á Hofsvallagötu renna fáanlegar súlur hér og þar saman við blómaker og umferðaskilti. Akreinar eru lagðar niður eins og um leikskóla væri að ræða. Ekki götur fyrir fólk sem hefur lært umferðareglur.

Víða í útjaðri bæja er rusli í pokum hent á falleg útivistarsvæði sem fjöldi manns heimsækir. Engin skilti sem vara við sektum. Í Kaliforníu má sjá skilti þar sem hægt er að sekta menn um 1000 dali kasti þeir rusli út fyrir vegkantinn. Í miðbæ Reykjavíkur er ekki tekið á vandanum sem fylgir næturlífinu, heldur verða skattgreiðendur að borga hreinsunarreikninginn. Borgarfulltrúar er þó margir og umræðan löng.

 

 


mbl.is Lögleysa í umferðarmerkingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband