3.2.2014 | 21:07
Skóli og ráðherra en nemendur utangarðs
Í fréttum ríkissjónvarpsins í kvöld sagði frá kennara sem er á leið út. Menntamaður sem eygir gullin tækifæri utan framhaldsskólans. Sjónvarpið er ekki hlutlaust þegar kemur að kjaramálum opinbera starfsmanna. Það elur á tortryggni í garð viðsemjandans og kaupir sér skammtíma vindsældir. Það má líka spyrja að því hversvegna skólinn og menntayfirvöld hafa ekki byrjað viðræður fyrr. Hvað voru fyrri menntamálaráðherra að gera í málefnum skólans og nemenda. Allir sáu að í óefni stefndi löngu áður en núverandi menntamálaráðherra tók við.
Slæmur árangur í PISA könnunum veldur áhyggjum. Aðrir segja að PISA könnun mæli ekki rétt. Menn sjá að skólinn er ekki að standa sig og umhverfið er brotakennt. Brottfall úr framhaldsskóla er með því mesta á Vesturlöndum, en umræðan er treg. Helst má ekki ræða skólamál nema að launabarátta kennara sé tekin inn í umræðuna. Ríkisútvarpið hefur í viðtölum við skólamenn ítrekað byrjað að ræða launamál og síðan skólastarfið. Í einu vikublaðinu mátti sjá grein eftir háskólakennara sem fullyrti að lélegur árangur i PISA könnun væri vegna bágra launa kennara. Hér er verið að færa umræðuna frá raunverulegum vandamálum.
Þarfir nemenda þurfa að ganga fyrir. Árangurstengja skóla og umbuna kennurum eftir því. Menntayfirvöld þurfa stuðning og velvilja til að svo megi verða.
Skapi svigrúm til launahækkana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Athugasemdir
Að árangurstengja skóla og umbuna kennara eftir því er galin hugmynd og lýsir mikilli vanþekkingu á skólamálum. Eiga þeir skólar sem fá sterkustu nemendurna að þiggja hæstu launin? Á að ýta undir einkunnabólgu sen þegar er orðið að stóru vandamáli í öðrum löndum? Á að McDonaldsvæða skólakerfið? Eiga þeir skólar sem kljást við erfiðustu nemendurna að þiggja lægstu launin því árangur nemenda sé ekki nægilega góður? Eiga þeir skólar sem glíma við mesta brottfallið að þiggja lægstu launin? Á að draga skóla í launadilka eftir því hvaða nemendur innritast í þá?
Jón Kristján Þorvarðarson, 4.2.2014 kl. 02:07
Allt sem ekki hefur verið reynt sýnist torfært í byrjun. Virkja þarf betur skólamenn til að betrun bæta skóla.
Þegar eru allskonar greiðslur umfram hið venjulega. Fjárnámskennsla er greidd eftir afköstum? Utanlandsferðir eru farnar í nafni yfirbóta eða endurbóta. Nauðsynlegt er halda afburðakennurum innan skólanna í venjulegum kennslustörfum. Kennara vita best hvar eru bestu möguleikar til að bæta skólamenninguna. Þeir eiga að taka höndum saman með nýjum ráðherra sem vill ná árangri.
Ríkisrekstur hefur aldrei þótt besta rekstarformið, en fyrst það er valið er nauðsynlegt að bæta það form. Ekki stilla ráðherra upp að vegg, hann er fulltrúi almennings, foreldra og skattgreiðanda. Hafi kennarar dregist aftur úr öðrum launastéttum er það að hluta þeirra sök. Skólastarf þarf að þróa og breyta í takt við aðstæður. Engin segir að ekki sé hægt að umbuna þeim sem kenna áhugalitlum eða þeim sem þurfa á meiri stuðning að halda. Þar er hægt að mæla árangur líka.
Sigurður Antonsson, 4.2.2014 kl. 20:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.