Þörf á skapandi list

Annáll Jóns Viðar Jónssonar leikhúsmanns í Fréttablaðinu í dag er kærkominn þeim er vilja sjá hvað er að gerast í leikhúsinu. Eitthvað umfram Skoppu og Skrítlu. Rúnar Guðbrandsson stendur upp úr sem leikstjóri ársins en leikverk sem hann stýrði hurfu í djúpið. Fengu ekki næga athygli og eru ekki væntanleg á sviði Þjóðleiksbúsins? 

Dagur vonar eftir Birgir Sigurðsson var eitt sinn áhugaverðasta leiksýningin. Sama hvar það var sýnt, Selfossi eða Iðnó þá kepptust menn við að lofa verkið.

"Smáborgara"brúðkaup Brecths var eitt sinn sýnt sem áhugaverð leiksýning í Þjóðleikhúsinu. Hef aldrei skilið þessa þýðingu á  gamanleik, smáborgari. Hvað ætli Brecht hafi fundist um Smáborgaralist, smáborgaraleikhús. Efast um að smáborgari hafi verið til í orðabók hans. Undir leikstjórn Viðar Eggertssonar var brúðkaupið ógleymanleg leiksýning.

Oft þarf ekki mikla umgjörð til að skapa eftirminnileg verk út á landsbyggðinni, eins og á Selfossi. Þegar þessi verk komu í Þjóðleikhúsið voru áhorfendur vart sjáanlegir. Fína fólkið kemur í áskrift, vill hafa fallega umgjörð og reglu á hlutunum.

Hvers vegna Leikritið Hvörf, leiksýning um Geirfinnsmálið hvarf í bakgarði Þjóðleikhússins er athyglisverð mynd. Ein áhugaverðasta leiksýning ársins Hvörf gufaði upp í sal Hæstaréttar. Jón Viðar fer ótroðnar slóðir og bankar upp á.


mbl.is Þörf viðbygging við Þjóðleikhúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband