Pútínland og land Sigmundar

Lýðræðið tekur hægfara breytingum. Þrautarganga þeirra sem skera sig úr fjöldanum og vilja umbætur er ekki alltaf vel séðar af valdastofnunum. Bretland sker sig þó úr þegar kemur að endurskoðun og tjáningarfrelsi. Viðurkenna mistök þó seint sé. Kannski þarf Guðmundar og Geirfinnsmálið sama umbrotatíma. Bretar hafa jafnan verið á undan öðrum þjóðum í lýðræðisþroska. Nýlendur þeirra koma líka mun betur út en t.d. Frakka og Portúgala. 

Í Rússlandi kemur lýðræðið að utan. Þrýstingur frá Vesturlöndum er aðallega frá Betlandi og Þýskalandi Angelu Merkel. Hún þekkir ógnarvald kommúnista af eigin raun. Fólk er ekki vant að taka þátt í lýðræðisumbótum í Rússlandi eins og á Vesturlöndum. Fanganýlendur í Síberíu eru enn ógn við pólitíska þróun. Þegar fangar eru náðaðir nú í tugþúsundavís er það til að fegra ásjónu Vetra Ólympíuleikana í Sochi. Þökk sé gagnrýni utan Rússlands.

Pútín hefur mikið alræðisvald. Hefur lagt undir sína menn áhrifamestu sjónvarpsstöðvarnar. Þar vogar enginn sér að gagnrýna Pútín ótæpilega. Ólíkt ríkisútvarpinu á Íslandi þar sem vinstri menn hafa haldið uppi látlausri gagnrýni á aðgerðir stjórnar Sigmundar Davíðs. Ekki þarf nema spóla aftur nokkra fréttaþætti í nóvember og desember til að sjá það. Allt gert á fínlegum nótum. Kastljósmenn og fréttamenn RÚV lögðu mikla áherslu á að ríkisstjórnin færði atvinnulausum hálfan milljarð í jólauppbætur, þrátt fyrir að engin hefð væri fyrir slíku. Þannig er einni stofnun gefið meira vald en henni er ætlað.

Sjónvarpið kaupir sér óbeint vinsældir með fréttatengdu efni. Pútín hefur gert sér grein fyrir þessum áhrifamætti sjónvarpsstöðva. Á Vesturlöndum fara stjórnmálmenn frá eftir 4-8 ára stjórnartíð, flestir sem "skúrkar" eða vanmetnir af sinni samtíð. Áberandi staða í Ameríku sem sjónvarpið á mestan hlut í. Sagan ein getur rétt hlut þeirra. Pútín hefur annan háttinn á og hagræðir. 

 


mbl.is Drottningin náðaði Alan Turing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Sigurður !

Allt - frá tíð Rúriks Hersis af Hólmgarði (Novgord) á 9. öldinni hefir ekki verið á færi neinna aukvisa að stýra Rússlands víðáttum (Asíu sem Evrópu hluta) - og tómt mál að tala um einhvers konar lýðræði í skilningi Vesturlandamanna síðuhafi góður.

Látum svo liggja á milli hluta - meint ''ágæti'' Angelu Merkel og Sigmundar D. Gunnlaugssoanar Sigurður minn.

Rússlandssögu - sem annarra landa skyldi skoða í víðasta samhengi svo draga megi einhverjar skynsamlegar ályktanir þar um - sem og í flestu öðru.

Með beztu kveðjum - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.12.2013 kl. 17:22

2 identicon

Gunnlaugssonar - átti að standa þar. Afsakið fljótaskriftina.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.12.2013 kl. 18:05

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Þakka þér jólakveðjurnar Óskar Helgi.

Rússland er spennandi land með mikla breidd og menningu. Upplifði sem ungur maður að sjá og koma á ólíka staði í Rússlandi. Þeir kynntu menningu sína og listir, voru stoltir af sinni arfleið. Það var ákveðin reisn í þeirra kynningu. Margt sameiginlegt með okkar þjóðmenningu eins og bókmenntirnar. Að baki var mikill þjáning og erfiði. Takmarkað frelsi.

Sigurður Antonsson, 24.12.2013 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband