Íþróttir efla alla dáð

Vetraólympíuleikarnir í Sochi við Svartahaf eru þegar farnir að hafa pólitísk áhrif. Margir stjórnmálamenn í Evrópu lýstu því yfir að þeir ætluðu að sniðganga leikana. Þegar pressan var orðin ótæpileg að mati Pútíns sneri hann við blaðinu. Sýndi á sér nýjar hliðar og fór að náða pólitíska fanga.

Hjá Rússum liggur mikið undir. Rússneska ríkið ætlar 1400 milljörðum í uppbyggingu mannvirkja í Sochi, í borg sem er með álíka marga íbúa og Ísland. Mikið er í húfi að vel takist því þetta er í fyrsta skipti sem vetrarleikara eru haldnir í Rússlandi. Allt fyrir íþróttir sem standa í nokkra daga? Hér er um að ræða aðstöðu sem á eftir að nýtast um ókomin ár fyrir Rússa í sumar og vetraleyfi. Meðal annars á að byggja stóran skemmtigarð með rússnesku yfirbragði í ætt við ”disneylönd” í vestri.

Vandamál Rússlands er að halda ólíkum þjóðarbrotunum saman í víðfeðmu ríki með tilskipunarvaldi. Til þess þarf mikinn aga og þjóðernishyggju. Á meðan verða lýðræðislegar umbætur hægfara.  

Jákvæð áhrif alþjóðlegra íþrótta eru mikill ef þær stuðla að auknu tjáningarfrelsið í Rússlandi. Pussý Riot stelpunnar voru ákveðnar í að hreyfa við löndum sínum. Á Íslandi hefðu pönktónleikar í kirkju ekki fengið mikla athygli, ólíklegt er að þær hefðu fengið krónu í sekt fyrir að gagnrýna forseta Íslands.

Greenpeace-fólkið fær ekki sömu samúð og samviskufangar. Það hefði frekar átt að mótmæla í sínum heimalöndum. 

 

 


mbl.is Kodorkovskí kominn til Þýskalands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband