Er virkt lýðræði í Rússlandi?

Hvaða tákn eru á lofti þegar valdhafar í Rússlandi leggja aukna áherslu á mátt hersins. Krúsjef skók skóinn í ræðupúlti Sameinu Þjóðanna þegar eldflaugar voru á leið til Kúbu. Litlu seinna fór allt að riðlast í sundur á heimaslóðum. Pútín er að sýna völdin og leggja áherslu á útþenslu- og þjóðernisstefnu þegar hann dregur upp rauða spjaldið í Kalíningrad og Úkraínu.

Markvist hefur hann náð öllum veigamestu valdaþáttum í sínar hendur. Ræður yfir öllum helstu sjónvarpsstöðum landsins og þrengir að lýðræðislegri gagnrýni. Þegar einn "ólígarkinn" hugnaðist að skipta sér að stjórnmálum var hann umsvifalaust settur í fangelsi með framlengingu. Síbería er líka góð fyrir óðar stúlkur sem spila óviðeigandi tónlist í kirkjum. Fátt er eins vel fallið til vinsælda en að upphefja helgi aðaltrúfélagsins.

Sama þróun og nú á sér stað í Rússlandi hefur með endurteknum hætti þróast út í það ófyrirsjáanlega. Í nafni þjóðernishyggju náðu keisarar og einræðisherrar auknum völdum sem leiddu til hörmunga.

 


mbl.is Óttast rússneskar eldflaugar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband