5.12.2013 | 21:20
Á villigötum eða skóli í fríi
Hver ný kynslóð reynir að brjóta blað, finnur ýmsar leiðir til að verða ekki námsleiða að bráð. Leiðinlegur skóli, einkum fyrir vel gefna stráka með nýja hugmyndafræði endurspeglast í andúð á Pisa gildum. Ný tækni á upplýsingum kallar á breytar kennsluaðferðir. Kennslukonur vilja öryggi sem vel heflaður ríkisskóli veitir. Þær eru ekki líklegar til að láta breytingar ganga fyrir þótt þörfin sé augljós. Hér áður fyrir fóru ungir menn til sjós til að kynnast karlaheimi og atorku. Í skólum eru þessar fyrirmyndir fáar.
Stöðluð Pisa könnun er afrakstur og samantekt eldri kynslóða með annað gildismat, oft blandað þjóðernislegri umhyggju. Könnuninni er líka tekið með varúð af karlpeningi sem telur að skólinn geti náð betri árangri án nýs fjármagns. Nú 5. desember eru byrjuð jólafrí og eitthvað fram í janúar. Áður hafa skólamánuðirnir einkennst af stuttum "skipulagsfríum." Áður var unnið fram til jóla í skólum.
Tölvuöld og áhrif enskunnar eru slík að að það hálfa væri nóg. Um leið og skilningur á íslensku hrakar eykst færni í ensku. Jafnvel í tölvuleikjum eru áhugaverðir vinklar sem auka getu unglinga sem eru næm fyrir nýjungum. Leiði og brotthvarf drengja í unglingaskólum er ekki nýtt vandamál. Skóli sem leggur ofuráherslu á lestur og bóknám er ekki alltaf það besta fyrir unga menn sem þurfa fyrst og fremst hreyfingu og síðan uppörvun. Foreldrar þrátt fyrir góðan vilja ná ekki að skilja alltaf heim unglinga, hvað þá skóli.
Hvernig skyldi skólinn örva unglinga til að taka þátt í umræðum um skólann og málið. Hvert er framlag skólans til að örva blaðalestur eða nýta sér fjölmiðla. Hvað er framlag blaðana og ríkisútvarpsins til að glæða áhuga á umræðu unglinga um þjóðfélagið. Hvers vegna les fjöldi unglingar hvorki blöð né bækur?
Hvar eru ritvinnsluforritin á íslensku í skólanum. Vel getur verið að þau séu einhversstaðar. Eiga nemendur að þurfa að kaupa " word og office " forrit á almennum markaði þegar þau eru veitt án endurgjalds af Microsoft til skóla. Því verður ekki afneitað að áhrif enskunnar eru mikil og unglingar nýta sér það með því að ferðast og lifa í eigin heimi á vefnum. Sama gera foreldrar. Bill Gate veit hvar þörfin er og leggur sitt á vogaskálarnar, því ekki að taka þátt í þeirri alþjóðlegu aðlögun?
Mættu vera skemmtilegri bækur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.