Sjávarborð hækkar við Skerjafjörð

Þeir sem búa við sjó geta séð hvar hæsti punktur stórstraumsfjöru er. Bátakarlar sem sjósetja sjá einnig hvernig yfirborð sjávar hefur hækkað. Spá um 10 sentímetra hækkun á áratug er ekki fjarri lagi miðað við hvað hækkunin hefur verið mikill síðustu áratugi. Gaman hefði verið að setja merkingu í klöpp við sjávarmál og merkja síðan hæstu stöðu á hverju ári.

Hvað sem síðar verður er öruggt að sjávarborð hefur hækkað mikið við Reykjavík. Gott að vera sammála vísindamönnum sem nota fjölbreytta og háþróaða tækni. 

 

 

 


mbl.is Fingrafar jökla í heimshöfunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Eins og nefnt er í fréttinni þá mun sjávarborð hækka sérstaklega mikið við suðvesturhornið. Helsta ástæðan fyrir því kemur hinsvegar ekki fram í fréttinni en hún er sú að suðvesturhornið hefur lengi verið að síga af jarðfræðilegum ástæðum vegna nálægðar við Reykjanesbrotakerfið. Jarðskjálftinn á Reykjanesi í morgun gæti því hafa lækkað landið suðvestanlands örlítið jafnframt því sem tognað hefur úr því.

Emil Hannes Valgeirsson, 13.10.2013 kl. 20:51

2 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Um það bil sem landnám átti sér stað var staða sjávar hærri en nú er hafa m.a. fundist hlekkir við Pétursey þar sem bátar hafa liklega verið bundið við,Rétt er það Emil að land er að síga á Reykjanesi sérstaklega á eldri hlutanum af berginu þá við Garð og sangerði og suður að Höfnum.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 13.10.2013 kl. 21:29

3 Smámynd: Sigurður Antonsson

Sammála þér Emil.

Búrfellsgjá er dæmigerð fyrir sigið sem á sér stað á suðvesturhorninu. Þar mælist sigið í mörgum metrum frá gosi í Búrfelli. Gliðnunin einnig mikill á aðeins áratug eins og mælipunktar sýna við gjánna. Sama gerist á landi við sunnanverðan Faxaflóa. Það er því til lítils að mæla sjávarstöðuna ef landið sígur.

Bændur á Íslandi verða áþreifanlega varir við veðrabreytingar og auka kornframleiðslu. Menn skynja náttúruöflinn og breytingar hér betur en á meginlöndum.

Sjálfur er bóndinn í mér að rækta kartöflur, síðdegis í hlýjum október var ég að fá 10 falda kartöfluuppskeru. Grösin fyrir löngu fallin. Lengi framan af sá ég aðeins stór grös og lítinn vöxt. Útsæðið fór niður snemma í maí. Enginn vafi að plastið sem var yfir grösunum í maí og júní hefur aukið uppskeruna. Garðurinn færst nær líka nær sjávarmáli.

Sigurður Antonsson, 13.10.2013 kl. 21:38

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

NOAA:

Mean Sea Level Trend
010-001 Reykjavik, Iceland

2,33 +/-0,50 mm/ári jafngildir um 23 cm á öld.

http://tidesandcurrents.noaa.gov/sltrends/sltrends_global_station.shtml?stnid=010-001

  chart: Mean Sea Level Trend, 010-001 - Reykjavik, Iceland

Ágúst H Bjarnason, 13.10.2013 kl. 22:23

5 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Á Íslandi á sér stað landsig nánast alls staðar, nema á brotabeltinu og þar sem land rís vegna minnkandi fargs jökla. Uppstreymi undir brotabeltinu heldur jarðskorpunni óeðlilega hátt uppi (á Reykjanesi frá Reykjanestá og gegnum Reykjanesfjallgarð).

Því lengra sem farið er frá brotabeltinu, því meiri er sighraðinn vegna kólnunar undirliggjandi bergs, samkvæmt ákveðinni formúlu, Reykjavík ætti að vera að síga um 7 mm á öld samkvæmt þeirri formúlu. Mælingar og rannsóknir hafa hins vegar sýnt að Reykjavík hefur sigið um 15cm á öld frá því við landnám, þetta er hugsanlega talið orsakast af því að undir Reykjavík séu leifar eldstöðvakerfis sem enn er að kólna.

Ásgeir nefnir um 23 cm á öld sem er nokkru meiri hækkun sjávarstöðu en landsigið eitt gefur af sér, þarna bætist væntanlega við hækkun sjávarborðs vegna hlýnunar (rúmlega 1,5 mm á ári að jafnaði síðustu öld). Hækkun sjávarborðs vegna hlýnunar er núna talin rúmir 3 mm á heimsvísu, sjávarstöðuhækkun í Reykjavík gæti því verið 4-5 mm á ári um þessar mundir.

Sjá athyglisverða grein í Náttúrufræðingnum 1987: http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4261672

Brynjólfur Þorvarðsson, 14.10.2013 kl. 05:56

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Krækjan sem ég ætlaði að láta fylgja grafinu frá NOAA virkar ekki. Ég reyni því aftur, en á síðu NOAA eru skýringar sem nauðsynlegt er að skoða með myndinni.

http://tidesandcurrents.noaa.gov/sltrends/sltrends_global_station.shtml?stnid=010-001

Ágúst H Bjarnason, 14.10.2013 kl. 07:18

7 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takið einnig eftir þrem öðrum litlum ferlum, sem eiga við Reykjavík, á síðunni

Ágúst H Bjarnason, 14.10.2013 kl. 07:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband