"Kúkabærinn Selfoss"

 

Hefði verið betra fyrir Ítalann að tilkynna fyrirfram um flutning? Hvernig dagskráin og fréttir eru framsettar hefur gríðarleg áhrif. Hjá "Almannaþjónustusjónvarpsstöðinni" sem hefur lögboðna skylduáskrift hjá einstaklingum og fyrirtækjum skiptir hlutleysi miklu máli. Ein uppblásin frétt að lokun fyrirtækis getur skemmt áratuga starf margra manna. Þegar frétt RÚV og myndefnið um fljótandi saur hafði verið birt fimm sinnum vissi hvert smábarn á landinu hvar "kúkabærinn Selfoss" var.

Hversvegna Árborg lenti í skotmarki í umfjöllun um fráveitumál í ólestri veit fréttastofan ein um. Væntanlega ekki af því að meirihlutinn er skipaður sjálfsstæðismönnum. Endurteknar tilviljanir geta samt skipt máli.

Í framhaldsfrétt um fráveitumál var tekið fram að í Árborg væru ein hæstu fráveitugjöld á landinu. Um 0.57% af fasteignamati 100 m2 íbúðar, þrátt fyrir að skólpið rynni í ánna. Nokkur önnur sveitafélög eins og Egilsstaðir voru með 0.32%. Athygli vakti að Reykjavíkurborg laut ekki sömu reiknisaðferð en var með álíka gjöld að mati fréttamannsins.  

Ítalir eru í helsi eigin banda. Ef mál eru ekki leyst skapast vandamál. Sama gildir um fráveitumál og framsetningu frétta. 


mbl.is Flutti verksmiðjurnar í sumarfríinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það hefði verið gaman að sjá fréttina um frávetiumálin ef bæjarstjórn Selfoss hefði fengið að skrifa hana sjálf.

Ætli það hefði þá orðið nokkur frétt?

Og saurinn runnið áfram óhreinsaður.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.8.2013 kl. 16:25

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Undanfarið hefur fréttastofan verið að eltast við byrjendur í fyrirtækjarekstri sem verður á. Frétt í gær fjallaði um lokun hjá einum af 500 sem var í skoðun yfirvalda. Það er varla frétt? RÚV mætti vera tillitsamari við duglegustu greiðendur nefskattsins. Greina betur frá fyrirtækjarekstri og þrautum hans.

Sveitafélögin eru misvel stödd og allt í lagi að bera þau saman. Það verður þó að gera á réttum forsendum. Fasteignaverð er mishátt eftir staðsetningu og fráveitugjöld einnig. Trúlega er fasteignaverð mun lægra á Selfossi en í Reykjavík.

Strangar kröfur eru gerðar til einstaklinga í fráveitumálum. En að endurtaka sömu frétt margoft er einum of mikið af því góða ef forsendur eru villandi.

Sigurður Antonsson, 25.8.2013 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband