23.8.2013 | 21:52
Nefskattsstöð með boltaleikjum
Vel orðað af stjóra. Almannaþjónustustöð er hugnæmt heiti á ríkisfjölmiðli í gíslingu starfsmanna sem hafa borist af leið. Sigla án áttavita um þanghafið sem þeir hafa kortlagt eftir sínum eigin áhugamálum. Boltaleikir og afburða óaðlaðandi bíómyndir eru í fyrirrúmi, víkja fyrir fréttum og upplýsingaefni þegar það hentar. Yfir sumarmánuði er með öllu horfið úr dagskránni umræður eða skoðanaskipti. Voru aldrei miklar og innan þröngs hóps. Sjaldan er almenningur beðinn um skoðun, þó er stöðin kostuð af honum og fyrirtækjunum. Útvarpsþingið boðaða lá í dvala meðan enginn skipti sér af herramönnunum.
Innlendir fréttaþættir af landsbyggðinni voru lengi vel eitt besta efnið. Fréttamenn sjónvarps eiga allt gott skilið. Einn sá skemmtilegasti og duglegasti hefur undanfarið lífgað upp á fréttir keppinautarins.
Ríkissjónvarpið ber hratt af leið eins og áhugamenn hafa komið auga á. Unga fólkið vill helst ekki horfa á sjónvarp, nema Evrópusamkeppni sjónvarpstöðva sé í gangi eða annað álíka. Það sjá allir sem vilja að hér eru að verða miklar breytingar. Umræðan um stöðina ætti að vera ráðamönnum hennar þakkarefni, en svo virðist ekki vera. Að einhverjum stendur ekki á sama ber vott um lífsmark og er venjulega góðs viti. Frjálsir fjölmiðlar hafa mikla yfirburði þótt þeir þurfi að keppa við Golíat.
Sjónvarp ekki í andarslitrunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Athugasemdir
Held að það myndi nú heyrast kvein og grártur ef RUV myndi hætta í viku.
Birgir Örn Guðjónsson, 23.8.2013 kl. 22:55
Sammála.
Það vekur og furðu að fjölmiðill sem fær lögþvingaða "áskrift" frá hverjum einasta skattgreiðanda skuli jafnframt vera á samkeppnismarkaði um auglýsingar m.m.
Jón Örn Arnarson, 23.8.2013 kl. 23:00
Það er að sjálfsögðu rétt að sjónvarp er ekki í andaslitrunum.En ríkisrekið með skylduáskrift er það.Framtíðin eru afmarkaðar stöðvar,íþróttafréttastöð,fréttastöð,klassísk tónlistarstöð.Þessar stöðvar munu starfa á stærra markaði (evrópu t.d.) og reknar fyrir auglýsingar og áskrift.
Jósef Smári Ásmundsson, 24.8.2013 kl. 05:49
Oft er ríkissjónvarpið með neikvæðar fréttir af einkarekstri.
Það liggur líka í hlutarins eðli að ríkissjónvarp heldur á lofti opinberum rekstri fram yfir einkarekstur.
Aðalfrétt kvöldsins var vinnuferð starfsmanna ríkisskattsstjóra í fyrirtæki. Uppblásið var að nú ríkti gullgrafaræði í ferðamannaiðnaði. Síðar í ljós að embættið hefði lokað einu fyrirtæki af fimmhundruð.
Á fréttamanninum var að skilja að embættið væri að ná inn 16-18 milljörðum við eftirlitið. Staðreyndin er sú að opinberir aðilar telja að skattatekjur af ferðamönnum í ár verði um 17-20 milljarða eða um 34000.- krónur af hverjum ferðamanni.
Sigurður Antonsson, 24.8.2013 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.