Blóm sem ekki fölna

Menning Litháa er athyglisverð. Heimspekingurinn og rökhyggjumaðurinn Emanúel Kant var Lithái, fæddur í Kalíningrad áður Königsberg. Litháar eru líkir Íslendingum og aðlagast vel íslensku þjóðfélagi. Þeir hafa lengi verið undirokaðir og þurft að hlýða erlendum stjórnarherrum eins og við gerðum.

Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar sýndi kjark og þor þegar hún viðurkenndi sjálfstæði Litháens. Rússar voru ekki hrifnir og margir þeirra hótuðu Íslendingum. Kalíningrad á með réttu að tilheyra Litháum og verður það eflaust síðar.

Jón Baldvin Hannibalsson ræktar vinskapinn við Litháen með dvöl sinni þar. Ólíkt núverandi formanni Samfylkingarinnar hafði hann dug til að takast á verkefnið. Sýna forystu og lagði grunninn að meiri tengslum við Evrópu.


mbl.is Takk, Ísland!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Königsberg hefur aldrei verið hluti af Litháen, þannig að Litháar eiga ekkert tilkall til borgarinnar.

Austmann,félagasamtök, 16.6.2013 kl. 21:49

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Austmann/samtök. Ég fæ heldur ekki séð að Sigurður nefni að Königsberg hafi verið Litháísk. Austur Prússland hét svæðið þá.

Reyndar var föðurætt hans ættuð frá Skotlandi !!! og karl faðir hans skrifaði enn nafn sitt Cant, þegar settist að í Memel í Litháen (nú Klaipeda). Móðurættinn kom frá Nürnberg. En gyðingahatari var hann og gæti því hafa verið frá hvaða landi sem er á þessum slóðum og þess vegna uppi á okkar tímum.

Annars er skrítið hvað alhæfingagleðin er mikil. Eins og ég þekki Litháa, eru þeir mjög fjölleitur hópur, fallega mismunandi, blandaðir úr sérhverju horni. Þarna er að finna blöndu úr öllum hornum Evrópu. Suðrænt fólk, norrænt, þýskt og pólskt etc.  Þess vegna er svo furðulegt að sjá þjóðarrembinginn hjá sumum hópum í dag í landinu. En hann fylgir oft nýfengnu frelsi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.6.2013 kl. 00:18

3 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Vilhjálmur, Sigurður skrifar orðrétt: "Kalíningrad á með réttu að tilheyra Litháum ...". Hvernig getur Kaliningrad tilheyrt Litháum, ef hvorki borgin né svæðið sem hún stendur á hefur nokkurn tíma verið í Litháen? Hún hefur aldrei verið í Póllandi heldur, þannig að tilvist pólsk-litháenska stórveldisins gæti ekki einu sinni réttlætt það. Borgin Königsberg var öldum saman í Teutoniska riddaraveldinu, síðan Prússlandi og svo Austur-Prússlandi þangað til borgin var innlimuð í sovézka ríkið meðan Pólverjar hrepptu suðurhluta A-Prússlands. Þetta er ekki sambærilegt við N-Írland, sem ætti réttilega að tilheyra Éire.

Ef Litháar vilja Kaliningrad, þá verða þeir að semja um það við rússnesk yfirvöld. Samningastaða Litháa gagnvart Rússum yrði þá sambærilega slæm og staða Íslendinga gagnvart Norðmönnum, ef við reyndum að sölsa undir okkur Jan Mayen. 

Austmann,félagasamtök, 17.6.2013 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband