Betra að borga en hrapa

 

Afrakstri af gistináttagjaldinu er dreift ómarkvisst án framtíðarskuldbindinga. Vina og venslastyrkir þar sem framtíðarmarkmið eru óljós. Frægt er þegar Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra veitti nokkrum milljónum til stígsgerðar í undirhlíðum Esju fyrir kosningar. Nokkra metra ávinningur og sýndi hvað hægt var að gera. Fyrir ofan myndaðist moldarflag af mikilli umferð og margir runnu óþyrmilega á rassinn. Þar fyrir ofan skiptust ofuráhugamenn í útilífsíþróttum á að hrapa í klettum og snarbrattri þverhlíðinni. Endurhæfing og  björgun öll á kostnað skattgreiðenda auk vinnutaps og þjáninga.

Ef við værum í Bandaríkjunum væri gjaldtöku komið á fyrir hópgöngufólk og ferðamenn. En jafnframt gerðir stígar sem engin hætta væri af. Bandaríkjamenn leggja metnað sinn í að hafa góðar upplýsingar á netinu, vara líka við vetraferðum í snjó og á ís.

Ef þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum getur innheimt gjald af köfurum ætti honum að vera létt verk að taka gjald af ferðamönnum sem vilja fara um þjóðgarðinn. Vandamálið er að löggjafinn er á eftir að móta reglur og lög um fjölmenna ferðamannastaði. Tryggja þarf aðgengi og aðstöðu í eigu landsmanna og taka hóflegt gjald sem rennur óskipt í verkefnið. Hluti að þjóðgarðsævintýri þar sem starfsmenn væru sjáanlegir. Veitingamaðurinn á staðnum gæti verið umboðsmaður garðsins.

 

 

 


mbl.is Gjaldtaka til verndar Laugaveginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband