20.4.2013 | 17:35
Ævintýri Pírata, afla fjár í Kolaportinu
Netið er gott fyrir ævintýrin. Ung dóttir mín er farin að kenna mér á tölvutakka sem ég hef varla hreyft. You Tube er uppáhaldsstöðin hennar, þar getur hún endalaust fundið leikrit og sögur. Ævintýri sem hafa áður verið lesin fyrir hana á íslensku.
Hún heitir eftir heilagri Helenu og öðrum baráttukonum, hollenskum, og suður afrískum, hvar sem þær eru staddar í heimi hér. Píratinn Kristín Elfa skrifar sannfærandi grein í blaðið í gær korter fyrir kosningar. Hún segir að netið muni færa okkur óvæntar framtíðartekjur, það geti og upplýst okkur um allt sem gerist á Alþingi, bönkum, lífeyrissjóðum og í fyrirtækjum.
Píratar hafa samið kosningakerfi á netinu sem gæti skilað samfélaginu miklu betri ákvarðanatöku kjósenda. Friðhelgi á internetinu, beint lýðræði og gagnsæi. Píratar hafa náð árangri í skoðanakönnunum og mælast yfir 5 % mörkunum. Þeir búa að því að hafa stofnað flokkinn fyrir nokkrum misserum þegar aðrir eru mánaðargamlir.
Netið hefur komið þeim lengst áfram. Þeir sem trúa að breytingar á stjórnarskránni muni færa okkur betra þjóðfélag og regluverk, hafa fengið haldreipi í pírötum. Á meðan gömlu flokkarnir eru að taka lán út á framtíðarstyrkti af almannafé, ná píratar langt á gjafafé úr Kolaportinu. Netfólkið á næsta leik. Þá mun hagvöxtur aukast.
![]() |
Brostnar vonir um hagvöxt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.