Viðgangast pyntingar á Íslandi?

Geysilega góð umfjöllun um hliðstæður í Noregi. Ánægjulegt er að íslenskur réttarsálfræðingur skuli hafa getað leyst mál farsællega. Ef ekki er pressa á stjórnvöldum um endurupptöku virðast þau láta reka á reiðanum.

Stöð 2 greindi frá því í gær að nýlega hefði 2 menn setið yfir 100 daga í einangrun. Í Danmörku mun hámark vera 4 vikur og í Englandi 3-5 daga. Löggjafinn leyfir hér 90 daga einangrun. Guðmundar og Geirfinnsmálið er mál einangrunar og sturlunar, þegar lögreglan og dómstólar reyna að gera menn geðsturlaða. Málið snýst ekki um morð eða mannshvarf sem engin veit um hvort átti sér stað. Engar ástæður eru yfir höfuð að setja menn í einangrun. Í lausagæslu og gæsluvarðhaldi tapast engin sönnunargögn.

Engar sannanir eru fyrir mannsláti. Við tölum um pyntingar í Guantanamo en viljum ekki viðurkenna þær hér. Tvískinnungur. Á meðan er lögunum ekki breytt um gæsluvarðhaldsvist eða nýjar reglugerðir settar um takmörkun. Innanríkisráðherra á þakkir fyrir að láta rannsaka G-G málið og allir fjölmiðlar hafa skýrt ítarlega frá niðurstöðu nefndarinnar. Eftir hverju er verið að bíða.

 


mbl.is Svona færðu mann til að játa morð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband