8.3.2013 | 12:24
Yfirboð á Bakka
Sumir myndu segja rússnesk rúlletta aðrir hættulegir stjórnmálamenn á ferð. Í kosningaham skýrast yfirboð þingmanna og ráðherra. Slakur hagvöxtur endurspeglar stjórnarhætti. Dagblöðin tvö reyna venjulega að koma í veg fyrir stórslys með hlutlausum upplýsingum. Fréttablaðið greinir frá nýrri eftirgjöf 7. mars vegna stóriðjuframkvæmda á Bakka. Kjósandinn er varnarlaus, nær ekki andanum og er í varnarstöðu gagnvart fulltrúum sem hann kýs. Hann getur séð í gegnum auglýsingaskrum, en þegar það kemur í frumvarpi ráðherra lokast flest sund..
Flokkur sem nýverið hefur hindrað kínversk kaup á Grímstöðum á Fjöllum ætlar í samkeppni við kínverska alþýðulýðveldið á Bakka um kísillafurðir? Reyndar er þess ekki getið hver sé eigandinn að Bakka Silicon hf. er. Vitað er að þessi iðnaður hefur ekki riðið feitum hesti undanfarin 5 ár vegna samkeppni frá Kínverjum.
Á Bakka á að gefa eftir tryggingargjald, tekjuskatt, veita hundruð milljóna þjálfunarstyrk, 50% afslátt af fasteignagjöldum og engin stimpilgjöld skal greiða. Ofan á þessar ívilnanir leggst lágt orkuverð.
Allt sem venjuleg íslenskum fyrirtækum er gert að greiða að fullu er fellt í burtu, verði frumvarp ráðherrans að veruleika. Blaðið bætir því við að ráðherrann ætli að koma við í Helguvík og gera bragðbót á samningavinnu. Hér er um milljarða eftirgjöf til erlenda aðila. Allt sem VG hefur sagt um að efla íslenska framleiðslu og meðalstóran iðnað er fokið út í veður og vind.
![]() |
Hagvöxturinn 1,6% í fyrra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Gekk á Daða varðandi bænahald í kaffiskúr
- Skall á eins og hendi væri veifað
- Kennsla er hafin í kvikmyndaskólanum hjá Rafmennt
- Röðin á salerni Hörpu hefst í rúllustiganum
- Starfsmaður fylgist nú með leigubílunum
- Þrjár vélar Play á áætlun
- Finnst þetta vera í rólegheitunum að fjara út
- Fylgjumst vel með stöðunni
Erlent
- Handtaka meintan sprengjumann
- Ljósið slokknaði og lestin staðnæmdist
- Ákærðir fyrir hrottalega nauðgun
- Sjaldgæft loftslagsfyrirbrigði sagt valda usla
- Hann vill sjá varanlegt vopnahlé
- Íbúar beðnir um að halda kyrru fyrir
- Pútín boðar óvænt vopnahlé í Úkraínu
- Umfangsmikið rafmagnsleysi á Spáni og í Portúgal
Athugasemdir
ER yfirleitt í lagi að einstakir þingmenn geti ráðstafað þjóðarhagsmunum til að fá atkvæði ?
Erla Magna Alexandersdóttir, 8.3.2013 kl. 16:48
Sæl Erla
Lengi vel sögðu Vinstri Grænir að þeir ætluðu að sýna ábyrgð. Ekki virkja nema hægt væri að selja orkuna á hagstæðu verði. Ekki gefa einstökum fyrirtækjum meiri eftirgjöf en öðrum. Nú þegar líður að kosningum er þetta allt gleymt. Kjósendur sjá í gegnum blekkingarvefinn og VG uppsker væntanlega eins og hann sáir.
Margir hafa leikið þennan leik á undan þeim en. Svik VG eru meiri en hinna sem ekki fara leynt með áætlanir sínar. Ójafn kosningaréttur ýtir undir þessar leiksýningar. Þegar hann fæst heldur ekki leiðréttur fýkur í flest skjól. Við sem erum að blogga getum líklega litlu breytt en ekki sakar að reyna.
Sigurður Antonsson, 12.3.2013 kl. 20:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.