3.3.2013 | 20:41
Yfir Heiðina háu
Frostið er komið í 5 gráður og vestan blær leikur um skíðagöngumann. Harðfenni er, en mjúk þunn snjóföl hefur fokið í litlar lægðir. Færið er því þokkalegt um nónbil fyrir þann sem vill njóta þess að vera úti og virða fyrir sér landslag og skýjafar. Einu merkin um mannleg umsvif er að finna í skökkum ljósastaurum og skældum járnstöngum sem hafa vísað veginn. Í fjarska má sjá stóra staura á Bláfjallahrygg sem þjóna skíðalyftunum. Þar er ekkert lífsmark frekar en á gönguleiðum.
Sól er yfir Selvogi, en skýjað í vestri og við Faxaflóa. Þríhnúkar eru þöglir og láta lítið yfir sér. Fyrir austan má sjá ofan á Skálafell og Geitafell. Hrossagjá, Hrossaflatir og Hrossahryggir eru örnefni við Heiðartoppinn, segja sína sögu. Klyfjahestar hafa þurft vatn á heiðinni en ekki er að sjá merki um vatn eða grasivaxnar lautir.
Dyngjan sem hefur hlaðið Heiðina háu í mörgum gosum, hvert á fætur öðrum á sér langa sögu. Hraunlögin má greina og gamlar vörður má sjá víða, en hér hafa verið mikill umbrot. Hreyfingin á landinu má merkja á hve vörður hreyfast og vegvísar úr járni skipta um áttir þegar jarðvegur gengur upp og niður. Af há heiðinni er útsýni langt inn á Skjaldbreiðardyngjuna, einnig austur til Ingólfsfjalls og yfir árnar á Suðurlandi.
Selvogsgata er ekki langt frá, en gatan sú var mikið farin. Frá henni við Stórabolla var genginn Heiðarvegur, farið um Drög og austan Geitarfells niður í Ölfus. Auðvelt er eyða dagsstund á þessum slóðum, ekki sakar að vera með áttarvita gott kort og hæðamæli. Í góðu skíðafæri og heiðskíru magnast törfrar landslags og útúrkrókar frá göngubrautinni auka aðeins upplifunina.
Eftir öll hlýindin að undanförnu er mál til komið að fá kuldatímabil með snjó. Reyndar væri æskilegt að við sunnanmenn hefðum eitthvað af snjónum sem er fyrir norðan. Ekki má gleyma að við búum á Íslandi og vorið er lengi á leiðinni.
![]() |
Algjör umskipti í veðrinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Lánshæfismat Landsbankans hækkar
- Æfa kafbátaleit við strendur Íslands
- Kraftaverk í New York
- Erlendum föngum fjölgar meðan íslenskum fækkar
- Lögregla hefur ekki val
- 73 ára gamall karl hættir í vinnunni
- Viðsnúningur á viðhorfi til efnahagsmála
- Hægt að veðja á hvert síðasta orð Boga verður
- Bryndís Ásta hlýtur styrk
- Halla hefur áhyggjur af ferðaþjónustu landsins
Erlent
- Rándýr hergögn glatast á Rauðahafi
- Dæmdir fyrir árás á ísraelsk fyrirtæki í Svíþjóð
- Gerir lítið úr boðuðu vopnahléi
- Ég finn ekki fyrir hatri, heldur ótta
- Lýsa yfir neyðarástandi á Spáni
- Rafmagn komið aftur að hluta til
- Handtaka meintan sprengjumann
- Ljósið slokknaði og lestin staðnæmdist
- Ákærðir fyrir hrottalega nauðgun
- Sjaldgæft loftslagsfyrirbrigði sagt valda usla
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.