25.2.2013 | 23:01
Loksins eitthvað nýtt
Vítahringur eiturlyfja er ekki óumbreytanlegur. Reynslu Svisslendinga ætti að skoða og taka höndum saman með Snarrótinni í að finna nýjar leiðir fyrir sprautufíkla. Enn og aftur hefur það sýnt sig í Sviss að kosningar um mikilsverð málefni hafa stuðlað að betri niðurstöðu. Önnur lönd í Evrópu hafa líka tekið nýjan pól á hæðina. Bandaríkin beita í ríkari mæli lögregluaðgerðum gegn fíkniefnavandanum en hafa skilgreint áfengisfíkn sem sjúkdóm.
Borgarstjórinn Gnarr vildi koma á fót athvarfi fyrir sprautufíkla, þar sem þeir gætu fengið skammtana sína. Hann hefur fengið bágt fyrir. Því ekki að reyna nýja nálgun þegar öll sund virðast lokuð. Ef áfengissýki er til, en ekki áunninn ávani hlýtur sama að gilda við um fíkla. Þeir sem falla fyrir áfengi hafa mun minna þol fyrir lyfjum og ávanefnum en meðal Jón.
Góður árangur SÁ við afeitrun á að nota til að ná enn lengra.
Vitfirring í vímuefnamálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Athugasemdir
Vandinn er að áhveðin öfl hafa mikla hagsmuni af því að viðhalda banni og geta skákað í skjóli fíkniefnastríðsins.
Georg P Sveinbjörnsson, 26.2.2013 kl. 08:35
Sæll Georg
Nú er áreiðanlega komið að ákveðnum tímamótum í þessum málum. Málflutningur A. Machon er víðtækur og sannfærandi, byggður á rökum og dæmum. Við erum einfaldlega talsvert á eftir og þurfum að taka til í okkar garði.
Áfengisfíkn var áður fyrr álitin aumingjaskapur og menn meðhöndlaðir eftir því. Eftir að SÁ komst á skrið eftir 1980 breytast viðhorfin. Fyrirmynd starfsins var sótt til Ameríku.
Síðan þróuðust mál hér mjög hratt og árangur og varnir tóku kipp. Skammt er síðan forvarnarmenning gegn áfengis og fíkniefnum náði fóstfestu í skólum.
Ríkið er áreiðanlega tilbúið að taka þátt í nýrri sýn og verkefnum tengdum fíklum. Tekjutap af minnkandi áfengissölu og aukinn kostnaður heimila lögreglu og heilsugæslu leggst á skattgreiðendur. Fyrir utan ógæfuna og harmleiknum sem fíkniefnin valda hjá einstaklingum og innan fjölskylda.
Fyrst þegar þjóðarvakning fer af stað til breyta viðhorfi til fíkla verða breytingar. Umfjöllunin í Mbl er mjög góð og heimsókn Annie Machon er líkleg til að koma málum af stað. Held að flestir vilji sjá nýjar lausnir.
Sigurður Antonsson, 26.2.2013 kl. 14:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.