12.1.2013 | 10:40
Margt á brauðfótum
Hægt er að merkja aukna bjartsýni hjá atvinnurekendum þegar línuritið fer uppávið. Eitt prósentustig skiptir máli. Flestir sem eru að fjárfesta hér koma með erlent fjármagn. Þeir hafa mikið forskot á innlenda þar sem vextir eru allt að 50-70% lægri á fjármagni sem þeir koma með hingað.
Seðlabankinn veitir með uppboðum á gjaldeyri mörgum erlendum allt að 20-30% forskot. Ríkisstjórnin hefur auk þess veitt lífeyrissjóðum og erlendum forréttindi í löggjöf þegar kemur að skattlagningu. "Auðlegðarskattur" leggst ekki á eignaraðild þeirra. Hér er um gróflega mismunun að ræða sem á eftir að draga úr sjálfsbjargarviðleitni alvöru frumkvöðla og sprotamanna. Þeir munu leita í auknum mæli á erlend mið þar sem viðmótið og löggjöfin eru manneskjulegri. Sjómenn hafa jafnvel farið til nyrstu stranda Noregs til að stunda útgerð.
Óvissa í launamálum og árviss verðbólga er helsti Þrándur í götu. Flestar fjárfestingar bera ekki háa vexti til lengdar. Fjárfestingar Loftleiða á sínum tíma höfðu mikil áhrif á íslenskt efnahagslíf. Erlendir bankar fjármögnuðu ævintýrið á meðan íslenskir atvinnurekendur bjuggu við verðbólgu og órásíu. Nú eru margir íslenskir bankar búnir að ná leikni í fjármögnun og tölvuvæðingu, en þá vantar að tryggja vöxt og viðgang þeirra sem tóku lánin. Það verða ávallt takmarkaðir möguleikar á að stækka innanlands vegna smæðar markaðarins og fjarlægðar frá stærri mörkuðum.
Hóteliðnaðurinn hefur verulega hægt á sér. Nýting er ekki nógu góð og mikill hluti hans er í eigu bændasamtaka, lífeyrissjóða og banka. Eru þeir líklegustu aðilarnir til að reka fyrirtæki með árangri? Allt autt húsnæði sem hægt var að nýta undir gistiaðstöðu er nærri fullnýtt. Það kemur sér vel fyrir sveitafélög sem fá fasteignaskattana án þess að það þurfi að taka tillit til nýtingar. Ef ferðamönnun fækkar má búast við gjaldþrotum.
Helstu fjárfestar sem eru að auka gistirými eru að nýta gáma og vinnubúðir undir starfssemina. Áfram er óvissa um hvernig á að standa að móttöku ferðamanna. Jafnvel á Þingvöllum á að ná í fé með því að leita á náðir þingmanna til að fjármagna hótel á útsýnisstað, aðallega fyrir yfirstéttina. Það er viss ábyrgð að ýta undir fjárfestingar sem ekki er innistæða fyrir.
Fjárfesting langt undir meðaltali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.