8.11.2012 | 20:08
Fólk er fífl
Af fréttum skyldi maður ætla að opinberir starfsmenn og stjórnmálmenn vanmeti almenning. Telji hann búinn skammtímaminni og vanbúinn til að hafa uppi varnir eða málatilbúnað. Það er að mörgu leiti rétt. Fólk þarf að sinna sínum störfum og getur ekki sett sig inn í öll mál.
Í hverri viku má sjá í fréttum hvert milljarðaheysklið á fætur öðru án þess að nokkur sé dreginn til ábyrgðar. Ríkisendurskoðun fellur tvisvar á prófinu í sömu viku. Bæði er varðar kostnað við hugbúnað og fjáraustur til aldraðra. Alþingi á að hafa eftirlitsskyldu en sinnir henni ekki. Einn og einn þingmaður reynir að bera blak af Alþingi en fátt annað er gert til að draga úr ríkisvæðingunni.
Fólk breytist í kjósendur einu sinni á fjögra ára fresti. Þá er aftur tekinn upp loforðapakki og reynt að fegra opinberan fjáraustur. Oft er eins og bara eitthvað sé gert til að friða almenning. Eins og að byggja eitt fangelsi. Sjö sinnum dýrara en ef rekstur og bygging væri í höndum einkarekstrar. Atvinnubótavinna með því að dreifa fé til valdra aðila. Kjósandinn hefur völdin í kjörklefanum í tvær mínútur. Við segjum að það sé fulltrúalýðræði. Útkoman getur orðið eins og happadrætti.
Stígur til hliðar sem formaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Myndaalbúm
Af mbl.is
Fólk
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
Athugasemdir
Svo satt og rétt.
Það er allur máttur úr fólki. Kannski ekki skrýtið því hér ætlar ekkert að breytast sama hvað tautar og raular.
Sama spillingarliðið og kallað var eftir að léti sig hverfa í kjölfar hruns situr sem fastast og ullar á niðurlægðan almúgan sem stendur eftir hnípinn og étur það sem úti frýs.
Það verður nöldrað yfir Villa í 2 daga svo búið. Þetta veit Villi eins og aðrir álíka kónar, enda pollrólegur og búinn að gera sitt...Stíga til hliðar.
Já niðurstaðan er óhjákvæmileg: Þjóðin er fífl...
hilmar jónsson, 8.11.2012 kl. 20:39
Sæll Hilmar
Villi var einn af góðu strákunum í Austurbænum. Það hafa margir verið að byggja fyrir aldraða og sumum tekist vel til. Menn með bestu lóðirnar og gulltryggða viðskiptavini.
Í kastljósi kvöldsins sást verkefnafálmið hjá ríkisfjölmiðlafólkinu.
Ég sá lítinn mun á sjónarmiðum Þorgerðar og Dags. Bæði töluðu þau um þörf verkefni til rannsóknar. Að loksins væri komin aur til hinna ýmsu verkefna. Já eins og þau væru komin í stóran dótakassa.
Sigurður Antonsson, 8.11.2012 kl. 21:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.