17.9.2012 | 22:19
Andvirði listaverks tekur á sig nýja mynd
Hjá Herdísi Þorvaldsdóttur var heitt kaffi og kakó í bíó Paradís á Degi íslenskra náttúru. Baráttukona með mikið þrek og stórt hjarta. Kona er fer ótroðnar slóðir og berst við jötna og dómadalsfjármenn. Tók unga dóttur mína Líf með og hún vildi hvergi fara úr litadýrð barna sem skreyttu Íslandskort Herdísar skógi. Það er langt í land að draumar hennar um friðuð hálendi verði að veruleika, en sú stund verður mikilsvirði þegar börn okkar endurheimta land sem nú er sviðið af ofbeit.
Leikkonan Herdís er á undan sínum samtíma, óþreytandi á að vekja athygli á landeyðingu. Kvikmynd hennar Fjallkonan hrópar á vægð var síðan sýnd við góðar undirtektir gesta. Sú mynd ætti að vera notuð við uppfræðslu ungmenna. Myndin sýnir ástandið á mörgum beitilöndum og kemur með lausnir.
Sjaldan hefur eitt málverk orðið til að stuðla að gerð heilla kvikmyndar. Sýnir hve margt stórt má gera af litlum efnum. Gunnlaugur Scheving var náttúruskáld sem kunni að lýsa baráttu við hafið og gæðum lands. Einstaklega fagurt viðfangsefni listamanna sem breytist í aðvörunarorð leikkonu.
Rúnar hlaut fjölmiðlaverðlaunin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.