Slátra mjólkurkúnni

Meðan aðhalds AGS naut við var reynt að ganga ekki of nærri fyrirtækjunum sem halda uppi atvinnu fólksins. Blómleg fyrirtæki skapa velsæld. Út um allt land hafa einstaklingar komið upp vísi af ferðamannaiðnaði yfir sumarmánuðina. En ekkert má út af bera því ferðamannatíminn er stuttur. Enn hefur ekki tekist að lengja hann mikið þrátt fyrir að Ísland sé í áttunda sæti í Evrópu hvað verðlag varðar. Ef gisting á hótelum hækkar um 30-35% eins og ríkisstjórnin boðar fyrir næsta ferðamannatímabil erum við aftur orðin eitt dýrasta land í Evrópu. Eyland út í miðju Norður-Atlandshafi. Ekki viljum við aftur sjá stóran hluta ferðamanna gista í tjöldum og ferðast á eigin bílum með erlenda leiðsögumenn.

Ferðamennirnir eru eins og makrílinn, óútreiknanlegir. Þeir bera niður þar sem þeir fá mest fyrir peningana. Eftir því sem skattheimtan hefur aukist hjá ríkisstjórnarflokkunum hefur fylgismönnum stjórnarinnar fækkað. Flestir sjá að atvinna þeirra er í hættu þegar gengið er of nærri fyrirtækjunum. Opinberir starfsmenn ættu að sjá það líka þótt þingmenn ríkisstjórnarflokkanna geri ekki. 


mbl.is Trúir ekki að þingmenn samþykki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband