20.7.2012 | 22:46
Kveinstafir og vandræða löggjöf.
Furðuleg umgjörð sem alþingismenn hafa búið Útlendingastofnun. Aldrei kemur athugasemd frá þeirri stofnun nema að eftir fylgi kveinstafir um ónógar fjárveitingar. Dæmigerð eftirlitsstofnun sem ekki kemst lönd né strönd. Her af lögfræðingum starfar við eftirlitið án sýnilegs árangurs. Í lögum um útlendinga er ákveðnum þjóðflokkum haldið frá landinu í lengstu lög en öðrum leyft að hafa forgang séu þeir frá Evrópu. Meðal þeirra eru allskonar afætur og afbrotamenn sem lögreglan verður að eltast við og láta dæma til fangelsisvistar. Fátítt er að Asíufólk sé á vonarvöl eða lendi á afbrotabraut.
Ungabörn frá Asíu eru velkomnir nýbúar og ríkinu gert að styrkja komu þeirra. Meðal þeirra eru Kínabörn sem þykja nú góð til að styrkja vináttusambandið við Kína. Það skýtur skökku við að skattgreiðendur séu látnir borga útlendingastofnun fyrir að úthýsa öðrum sem koma annan veg. Í báðum tilfellum er verið að styrkja fjölskyldubönd.
Það eru ekki aðeins stálpuðum börnum sem er úthýst, heldur foreldrum útlendinga sem eru fæddir utan Evrópu. Jafnvel þótt þeir séu íslenskir ríkisborgarar eiga þeir ekki auðvelt með að fá foreldra sína í heimsókn í nokkrar vikur til að efla fjölskyldutengslin. Takist að fá Visa eftir mikla vinnu í erlendum sendiráðum er tímafrestur venjulega útrunninn þegar leyfi fæst með miklum eftirgangsmunum. Alþingismenn bera ábyrgð á núverandi ástandi. Þeir hafa smíðað lagaumhverfið og þeim ber að gera það þannig úr garði að ekki þurfi að leita til alþjóðlegra dómstóla.
Ætla að fara með stúlkuna í felur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.