19.6.2012 | 22:36
Perlur íslenskra húsagerðalitstar
Guðjón Samúelsson húsameistari sótti sínar bestu hugmyndir í íslenska náttúru. Fáir arkitektar hafa gert betur eða verið jafn afkastasamir.
Kaþólska kirkjan á Landakotstúni er meistaraverk eins og Hallgrímskirkja. Það þarf aðeins tíma og næði til að sjá hlutina í réttu ljósi. Það er ekki nóg að koma einu sinni í helgidóminn heldur verður að sjá listaverkin aftur og aftur í mismunandi birtu. Glerlistaverkin í Landakotskirkju eru einföld við fyrstu sýn en búa yfir dulmögnuðum krafti þegar sólarljósið kristallast í glerinu og varpar lituðum geislum inn á kirkjugólfið.
Einlæg trú og leitin að guði sínum getur verið nánast hvar sem er. Upp á fjöllum í lofti og í hellum. Allt eftir því hvert hugurinn vill. Hugrekki til að minnast Hallgríms sálmaskálds í steinsteypu var stórt í sniðum þegar kirkjan reis á nokkrum áratugum. Að gleðja skólavörðutúristar er viss galdur sem arkitektar hafa fingur á. Allt umhverfið gefur kirkjunni lit.
Veglegustu kirkjunnar byggjast á mörgum öldum og enn aðrar taka breytingum eftir árstíðum. Ummælin í Politiken eru vinsamleg og tilvísun í Snæfellsjökull skemmtileg. Íbúar á láglendi sjá hluti sem Íslendingum hættir til að gleyma. Kirkjan á nyðri Jökulþúfunni er stórkostleg í sumarsólstöðu, þegar skuggar og rauðglóandi nætursólin lita jökulstálið. Eiginlega ætti enginn sem vill komast í námunda við himnaríki að missa af slíkri upplifun á bjartri sumarnóttu.
Endurvekja þarf miðnæturgöngur á Snæfellsjökull þegar sólargangur er hvað lengstur. Að fá tækifæri til að sjá kirkjusmíð náttúrunnar í íslenskri sumardýrð og litagleði eru gjafir norðursins. Danir eru fundvísir á einfaldleika og hið tignarlega. Þegar þeir setja arkitektúr Hallgrímskirkju í öndvegi er það gert af einlægni.
![]() |
Hallgrímskirkja ein magnaðasta kirkja heims |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.