Margæsaflug og erfðaþættir

Hinir tignalegu gráhvítu og svörtu margæsir eru fuglar maímánaðar. Á leirunum inn af Skerjafirði sjást þær í stórum hópum á fjörubeit. Þegar líður að mánaðarmótum maí júní leggja þær af stað til austurstrandar Grænlands og eru fljótar í för alla leið til Devoneyja. Þær eru í nyrsta hluta Kanada á sömu breiddargráðu og Thule. Frá Angmagssalik fara þær yfir jökullinn í um 2400 metra hæð, oft að næturlagi nálægt heimskautabaugi, artikbaug sem leið liggur til Syðri Straumsfjarðar. Flugið tekur um 10 stundir yfir hafið frá Íslandi til Grænlands. Flughraði fuglsins er ótrúlegur, hátt í 100 km á einni klukkustund . Ekki slær hann af þegar farið er yfir til Hellulands og þaðan til varpstöðvanna í eyjaklasanum sem kenndur er við Elísabetu drottningu.

Oddaflug margæsa er tignarlegt og nýtist fuglinum vel. Vindar, niðurstreymi af jökli og sólfar eru þættir sem án vafa eru hjálplegir fuglinum og innbyggt í hans leiðsögunet. Forvitnilegt væri fyrir flugmenn og fuglaáhugamenn að rannsaka nákvæmlega hvað gerir margæsinni kleift að fara svo langa leið á svo skömmum tíma. Stuttu eftir langflugið er hún farin að verpa og kemur svo til baka eftir miðjan ágúst. Þessi hánorræni fugl sem er sagður koma frá Írlandi eftir vetursetu. Hann lætur ekki kuldann í norðri aftra sér í byrjun varps norður á 75°. Á netsíðum er fuglinn sagður þurfa mikla orku til að komast yfir Grænlandsjökull, en veganesti sitt fær hann úr ríkulegu lífríki leirfjara á Vesturlandi. Flughæfni hans er einstök en eitthvað vantar á þekkingu okkar af þessum merkilega fugli.

Fuglinn hánorræni hefur haft tímann sinn til að auka flughæfni sína og finna réttan stað og stund til að komast á leiðarenda. Á Álftanesi hafa margæsir verið merktar árið 2004 og á þær sett senditæki sem segja sína sögu um hið norræna flug. Skíðagöngumenn sem fara yfir Grænlandsjökull eru einnig að afla þekkingar og frásögn þeirra af þeirri göngu á netinu er nákvæm og áhugaverð. Þeir fara hæst í um 2500 m. hæð og frostið er yfir 20° C. Fuglinn er sagður fara yfir jökullinn þar sem hann er um 2400 metra og eflaust í snjókomu og miklu frosti eins og göngumenn hafa upplifað. Gaman væri hinsvegar að vita hvort gæsin bíði eftir hagstæðum vindáttum og hafi kannski sjónflug yfir jökullinn, Það tekur hana aðeins 7 klukkustundir að fljúga frá austurströnd Grænlands yfir til Syðri-Straumfjarðar.

Á mánudaginn 28. maí, annan í hvítasunnu er spáð suðlægum vindum á Davissundi og Baffinflóa. Í dag 26. laugardag og sunnudag eru hagstæðir vindar til að fljúga frá Íslandi og til Grænlands. Á göngu minni við Skerðafjarðarleirurnar í gær sá ég ekki lengur þennan vinalega fugl, sem hefur þegar lagt af stað vestur. Hvernig hann fer að því að finna hárrétta augnablikið hefur náttúran kennt honum. Samspil gena og náttúruafla. Góð skýring á áráttu mannsins við að yfirstíga þrautir þyngri.


mbl.is Ævintýraleg ferð yfir Grænland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Fyrstu heiðagæsaungana sá ég við Kópavoginn á föstudag. Það er lítið eftir af vinsælasta grasinu við fjöruna, því margæsin hefur þurft sitt, en úr því ræstist fljótt í hitanum sem kemur með sunnanáttinni. Í dag 28. maí sá ég fyrstu kríuna og síðan margar saman á voginum. Það er nú komin vestanátt. Næstu daga er spáð sunnanátt á hafinu fyrir sunnan land. Góðar áttir fyrir farfulgla sem eiga eftir að koma frá Evrópu. Í alla staði góð skilyrði fyrir fugla sem nú koma með unga eftir mikla og stranga norðanvinda. Líklega eins og skaparinn vill hafa það.

Sigurður Antonsson, 27.5.2012 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband