28.3.2012 | 23:43
Þjóðfélagsátök og sturlun
Norðmenn hafa sýnt mikla samstöðu og styrk í harmsögu, þegar veikur maður fremur voðaverk. Geðrof amerísk flugstjóra í háloftunum í dag er sturlun þar sem rétt var brugðist við. Aðstoðarflugstjóri biður um hjálp farþega til að koma í veg fyrir slæmar afleiðingar. Sturlun getur verið af ýmsum toga en oft á hún rætur að rekja til óhugnanlegra upplifunar viðkomandi persóna. Margir segja í barnæsku, en í Bandaríkjunum eru mýmörg dæmi um örvilnun og voðaverk sem hafa samlíkingu í stríðsátökum. Sömu sögu er að segja frá nýlegum voðaverkum á Íslandi og í Frakklandi. Harmsaga bankahrunsins hefur ekki verið öll skrifuð á Íslandi en margt býr undir niðri. Geðveiki og þjóðfélagsleg átök eru ekki góð blanda en svo virðist sem allar þjóðir þurfi að glíma við sinn skerf.
Í Noregi eru skiptar skoðanir á málefnum útlendinga og nokkrir öfgamenn þar eins og í flestum ríkjum. Þar sem alið er á þjóðarrembingi er frekar hætta á átökum i stað umburðalyndis og gagnkvæms skilnings. Norðmenn eru ákaflega umburðarlyndir gagnvart fólki af erlendum uppruna í dag og gera ótrúlega margt til að aðlaga það norsku samfélagi. Réttarhöldin yfir Breivik sýna líka reisn sem veikum manni er sýnd. Skoðanir Breiviks eru á skjön við flest það sem hægt er að ímynda sér, en háttarlag hans lýsir líka veikindum á háu stigi. Gagnrýna má viðbúnað lögreglu, en harðar aðgerðir til að koma í veg fyrir harmasögulega atburði geta líkað bitnað á íbúunum og skert frelsi hins almenna borgara. Norðmenn hafa þurft áður að ganga í gegnum stór réttarhöld þar sem atburðarrásin var á mörkum sturlunar. Í máli Hamsuns og Treholts var vandfundið réttlætið og enginn sigurvegari, en samkenndin styrktist.
![]() |
Vill vera metinn sakhæfur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.