18.3.2012 | 01:45
Tölfræði og moggabloggið.
Þessi frétt segir ekkert um ekna kílómetra hjá konunni en mikið um skýrslugerð til margra ára. Sá er hefur flesta ökutíma að baki án óhappa er bestur í akstri. Þeir eru margir hér á landi. Fyrir tryggingafélög og samfélagið eru góðir ökumenn gulli betri. Það ætti að verðlauna þá eins og gert er í Suður- Afríku. Fyrirmyndarökumenn eiga að vera merktir á bílrúðum með stóru F og ökumenn á fyrsta og öðru ári með L. Í Bretlandi er L merking algeng og ekkert athugavert við að vera lærlingur. Lærlingsnafnið er að hverfa úr málinu og nemar eiga bara að vera í skóla? Hér geta fagmenn á fyrsta ári tekið sama fyrir sína vinnu og menn með margra ára starfsreynslu.
Annað merkilegt má lesa út úr þessari frétt. Það eru um 10 sinnum fleiri teknir ölvaðir við akstur hér á landi, heldur en í Suður- Afríku. Dauðsföll í umferðinni eru hinsvegar mun færri hér á landi. Tölfræðin þarf þó ekki endilega að endurspegla öryggið í umferðinni.
Á vesturhimni má sjá skærar reikistjörnur í marsmánuði. Júpíter og Venus getur að líta í nær beinni línu á vesturhimni þegar skyggni leyfir. Það hefur verið hálf bágborið í vestanáttinni á Suð- Vesturlandi. Stjörnuvefurinn upplýsir okkur um lífið í umheiminum og sama gerir netblaðið. Okkur þykir þessi upplýsingaheimur vera sjálfsagður en hann getur umturnast við óvæntar aðstæður. Netið er á mörgum sviðum að taka völdin og fyrr en seinna verður greitt stefgjald sem miðast við netnotkun. Sá sem finnur fyrstur aðgengilegt kerfi til þess verður væntanlega milljarðamæringur eða Jón Leifs á netöld.
![]() |
Ók tjónlaust í 62 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
-
hekla
-
sighar
-
thjodarskutan
-
esgesg
-
tilveran-i-esb
-
rabelai
-
krisjons
-
stinajohanns
-
kreppan
-
jonvalurjensson
-
jennystefania
-
elinerna
-
photo
-
vulkan
-
kermit
-
ipanama
-
svavaralfred
-
robertb
-
olafurjonsson
-
josira
-
bookiceland
-
kristjan9
-
shv
-
aslaugfridriks
-
stjornuskodun
-
don
-
arkimedes
-
einarborgari
-
apalsson
-
jobbi1
-
postdoc
-
geiragustsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.