4.3.2012 | 10:21
Umræðan endalausa
Mörg smáríki hafa tekið upp dollara eða evru. Vegna þess að það er ekki á færi smáríkja að halda utan um eigin mynt. Á netinu hafa kostir þess verið tíundaðir lengi og vel. Mikið álag fylgir haldlausri krónu og vandamál hennar tekur mestan tíma Alþingis. Nú þegar stjórnmálmenn hafa frumkvæðið er von, en engin sátt er um evru í sjónmáli.
Kanada er í mátulegri fjarðlægð og margt líkt með útflutningsgreinum. Samvinna á fleiri sviðum gæti fylgt í kjölfarið. Námugreftri og olíuvinnslu ef menn vilja minnka áherslu á virkjanir. Í leiðinni myndi vandi verðtryggingar leysast upp og fjárfestingar myndu aukast. Aðalmálið er að líf íbúa myndi taka miklum stakkaskiptum og átök minnka.
Bæði kostir og gallar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
sigurfang.blog.is
Bloggvinir
- hekla
- sighar
- thjodarskutan
- esgesg
- tilveran-i-esb
- rabelai
- krisjons
- stinajohanns
- kreppan
- jonvalurjensson
- jennystefania
- elinerna
- photo
- vulkan
- kermit
- ipanama
- svavaralfred
- robertb
- olafurjonsson
- josira
- bookiceland
- kristjan9
- shv
- aslaugfridriks
- stjornuskodun
- don
- arkimedes
- einarborgari
- apalsson
- jobbi1
- postdoc
- geiragustsson
Athugasemdir
Sigurður. Góðir punktar í þessum pistli þínum. Það er grunnurinn að nýjum gjaldmiðli, að allir taki þátt í umræðunni á opinn málnefnanlegan og heiðarlegan hátt. Það er farsælast fyrir alla, þegar upp er staðið.
Friðsamlegt samfélag og heiðarleg lýðræðisleg umræða er nauðsynleg byrjun.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.3.2012 kl. 11:14
Það er fínt að ræða kosti og galla þess að taka upp aðra mynt og þá hvaða mynt og hvernig það er gert. Tökum aðeins dæmi um mismunin á því að taka einhliða upp Kanadadollar og það að ganga í ESB og taka upp Evru með því að ganga í mynbandalag Evrópu.
Ef við tökum upp Kandadadollar þá þurfum við að kaupa alla þá mynt af Kanadamönnum sem við þurfum að hafa í umferð. Það kallar þá á mikla skuldaaukningu ríkisins með þeim mun meiri vaxtabyrði fyrir skattgreiðendur sem í dag greiða fimmtu hverja krónu af skattpeningum sínum í vexti. Kanadamenn munu aldrei taka við krónum sem á að fara að leggja af fyrir sína dollara. Ef við göngum í mynbandalag Evrópu munum við fá seðla til að nota í viðskiptum frá Seðlabanka Evrópu án þess að þurfa að taka lán eða fórna útflutningstekjum í það enda erum við þá aðilar að seðlabanka með peningaprentunarvald sem við erum ekki með ef við tökum einhliða upp aðra mynt.
Ef við tökum upp Kanadadollar þá þurfum við árlega að kaupa aukið magn dollara til að dekka bæði stækkun hagkerfisins okkar og vegna verðbólgu og þar með verðrýrnun dollarsins. Þar er ég reyndar að tala um verðbólgu í Kanada en ekki hér en hins vegar er það svo að ef við tökum upp mynt annars ríkis þá þarf verðbólga hér að vera svipuð og í viðkomandi ríki til að staða milliríkjaviðskipta hjá okkur skekkist ekki. Við þurufm því að fórna hluta útflutningstekna okkar eða skuldsetja okkur enn frekar til að halda nægjanlegu megni peninga í umferð og færa þannig myntsláttuhagnaðinn yfir til Kanadamanna. Meða aðild að myntbandalagi Evrópu fáum við hins vegar hlutdeild í mytsláttuhagnaði Evrunnar og fáum því þessa peninga frá Seðlabanka Evrópu án þess að þurfa að kaupa þá peninga.
Ef við tökum einhliða upp Kanadadollar þá hafa íslenskir bankar ekki neitt seðlabanka með peningaprentunarvald til þrautavarar. Því mun þá felast mikil áhætta í íslenskum bankarekstri og traust á Íslenskum bönkum mun því verða lítið. Íslenskir bankar munu því vera í miklum e4fiðleimum með að fá lán vegna þeirrar áhættu sem liggur í rekstri þeirra og því er allt eins líklegt að raunvextir muni hækka við slíka einhíða upptöku Kanadadollars þvért á það sem mun gerast ef við göngum í myntbandalag Evrópu og höfum Seðalabanka Evrópu til þrautavara fyrir íslenska banka.
Þetta eru bara nokkur atriði sem má nefna í þessu samhengi. Það er því ekki hagur okkar sem viljum ganga í ESB að þagga niður þessa umræðu. Þeim mun betur sem við skoðum þessa kosti þeim mun betur verða kjósendur upplýstir um það hversu óraunhæfur sá kostur er að taka einhliða upp aðra mynt.
Sigurður M Grétarsson, 4.3.2012 kl. 12:22
Sæl Anna Sigríður
Sammála þér. Hinn almenni borgari þarf að svara því hvort hann vilji taka upp aðra mynt. Mynda sér skoðanir og hafa val. Eins og umræðan hefur verið er skeður ekkert til hagsbóta.
Sigurður
Upptaka Evru er að sjálfsögu betri en óvíst væri hvort samstaða næst um hana. Kanadísi dollarinn gæti tímabundið brúað bilið, með honum gætum við náð meiri festu og sjórn á okkar peningamálum. Fyrr eða seinna munum við kjósa um ESB- aðild en upptaka evru gæti tekið allt að áratug, allt eftir því hvort við náum tökum á okkar fjármálum.
Umræðan er allt að því brosleg en jafnframt stór alvarleg. Opinber umfjöllun endurspeglast í leit RÚV / Silfur Egils að hagfræðingum sem hugsanlega hafa lausnir á efnahagsmálum okkar. Þeirra er beðið eins og í leikritinum um Godot. Á meðan er hætta á að við missum úr landi hæfileikaríka unga einstaklinga og nýsköpunarfyrirtæki sem sjá kosti þess að starfa í öðrum Evrópuríkjum. Ríki sem bjóða upp á meira öryggi í íbúðakaupum, myntmálum og fjárfestingum.
Sigurður Antonsson, 4.3.2012 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.