Ris og fall stjarna

Í átakaheimi þar sem barist er um áhrif birtast sífellt nýjar stjörnur. Eiga sitt eigið líf á tímabundni rás. Ganga fyrir mátt auglýsinga og framtaks einstaklinga. Óskarinn er hluti af öflugri stjörnuvél sem hefur aðallega haldið á lofti framleiðslu frá Hollywood. Gaman verður því að sjá hvað í Listamanninum heillar Ameríku.

Á Eyjunni má sjá nýjustu myndböndin frá Ameríku og aðra mynd á stjörnuhimni. Þar má sjá Whitney Houston syngja á Super Bowl1991. Ung og glæsileg stjarna í blóma lífsins stígur fram á sviðið, óörugg en með rödd sem hrífur alla. Stolt og prýði Ameríku á íþróttaleikvelli þar sem hún sameinar hvíta og svarta. Ameríska fjölskyldan í sínu besta pússi, en í baksýn máttug hernaðarvél.

Á sömu netsíðu má sjá leikarann Kevin Costner 21 ári síðar kveðja Houston með hugljúfri röddu. Sjá stjörnu brenna út langt fyrir tímann í heimi álags og eiturlyfja. Leiksviðið höfum við séð oft áður í boði bestu leikritaskálda Ameríku. Hver man ekki eftir Arthur Miller og Marlyn Monreo eða leikverkinu Allir synir mínir.

Óvenjulegt er að frönsk mynd skíni jafn skært í Hollywood en kannski boðar það breytingar.


mbl.is The Artist besta myndin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

jebb

Sleggjan og Hvellurinn, 27.2.2012 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

sigurfang.blog.is

Höfundur

Sigurður Antonsson
Sigurður Antonsson
Sprotamaður í fyrirtækjarekstri. Áhugamaður um stjórnmál og viðskiptamál, leikhús og listir.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • 20170304 172602
  • 20170304 172528
  • 20170304 172216
  • DSC_0007
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Birdseye-09.05.2016 nett-2000x1126
  • Kindur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband